Dagskrá
  • Svavar Guðnason, Íslandslag, 1944.

GÆÐASTUNDIR Í LISTASAFNI íSLANDS

KLESSUVERK EÐA ALVÖRU LISTAVERK?

  • 21.3.2018, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands

Klessuverk eða alvöru listaverk? 
Leiðsögn í umsjá Rakelar Pétursdóttur um abstraklist og abstraktverk á sýningunni Fjársjóður þjóðar - valin verk úr safneign. 

Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum (+60) og er samsett af fjölbreyttum viðburðum, sérsniðnum leiðsögnum, spjalli við sérfræðinga um ákveðin listaverk, tímabil í listasögunni og valda listamenn.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti frá Brauði og co. á gæðastundum í Listasafni Íslands. 

Hámarksfjöldi gesta á hverjum viðburði er 25 manns. Hægt er að skrá sig á staka viðburði með því að senda póst á netfangið mennt@listasafn.is eða í síma 515 9600.

Aðeins er greitt fyrir aðgöngumiða á safnið í hvert skipti, kr. 750.

 Mynd: Svavar Guðnason, Íslandslag, 1944.