ANDRÝMI Í LITUM OG TÓNUM

19.2.2018

Andrými í litum og tónum.Hádegistónleikar Íslenska flautukórsins í Listasafni Íslands, föstudaginn 23. febrúar kl. 12.10. Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.Aðgangur er ókeypis.Flytjendur 23. febrúar: Hafdís Vigfúsdóttir, flautaGrímur Helgason, klarinett

Efnisskrá Alberto Ginastera: Duo op. 13 (1945)I. SonataII. PastoraleIII. FugaHeitor Villa-Lobos: Chôros No. 2 (1927)André Jolivet: Sonatine (1961)

I. AndantinoII. Quasi cadenza - AllegroIII. Intermezzo - Vivace 

Í Andrými næsta föstudags verður leitað fanga víða. Leikar hefjast í Argentínu, þaðan haldið yfir til Brasilíu og endað í Frakklandi í nokkrum öndvegisverkum þessara hljóðfæra. Samstarf þeirra Gríms og Hafdísar hefur staðið yfir frá námsárunum og þau hafa víða komið við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Meðal annars stóðu þau um árabil fyrir Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík. Þau er meðlimir kvartettsins Stirni Ensemble, ásamt Björku Níelsdóttur sópransöngkonu og Svani Vilbergssyni gítarleikara, sem standa fyrir reglulegu tónleikahaldi um þessar mundir.

Hafdís Vigfúsdóttir hefur lokið burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskóla Kópavogs, B.Mus. gráðum frá Listaháskóla Íslands og Konunglega Konservatoríinu í Den Haag í Hollandi, sem og fjórum diplómum í flautuleik og kammertónlist frá Konservatoríinu í Rueil-Malmaison í Frakklandi, auk mastersgráðu frá Tónlistarháskólanum í Osló. Hafdís hefur komið fram sem einleikari með Íslenska flautukórnum, Kammersveit Reykjavíkur, Ungfóníu, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á námsárunum lék hún með ýmsum hljómsveitum, m.a. Ungdomssymfonikerne, Orchestra NoVe og Norsku útvarpshljómsveitnni (KORK). Hafdís hefur frá því hún flutti heim gegnt lausamennsku við Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku óperunnar, auk þess að flytja kammermúsík af ýmsum toga.

Grímur Helgason nam klarinettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni í Listaháshóla Íslands þaðan sem hann lauk B.Mus prófi árið 2007. Ennfremur nam hann við Conservatorium van Amsterdam hjá Hans Colbers og lauk þaðan M.Mus prófi vorið 2011. Á námsmárunum var Grímur einn stofnfélaga Kammersveitarinnar Ísafoldar. Grímur hefur á undanförnum árum leikið með margskonar hljómsveitum og samleikshópum, þ.á.m. hljómsveit Íslensku óperunnar, Caput hópnum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kúbus. Hann flytur reglulega kammertónlist og einleiksverk fyrir klarinettu og er einn stofnenda Tónlistarhátíðarinnar Bergmáls á Dalvík.  Grímur er fastráðinn klarinettuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

 

Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)