BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: TEIKNISMIÐJA Í LISTASAFNI ÍSLANDS SUNNUDAGINN 23. APRÍL KL. 13

22.4.2016

Milli klukkan 13 og 17 er börnum og fullorðnum boðið að skoða sýningar safnsins með leiðsögn, og til þátttöku í teiknismiðju sem Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistarkona leiðir. 

Í teiknismiðjunni verða ekki aðeins unnin áhugaverð og skemmtileg verkefni þar sem börnin minna hina fullorðnu á að taka eftir og lesa í umhverfi sitt, rýna í portrett, kímni og hversdagsleg sjónarhorn á yfirstandandi sýningum safnsins, heldur býðst gestum að festa teikningar sínar upp á veggi sýningarsala Listasafnsins.

Teikningarnar verða þannig tímabundinn hluti af sýningum safnsins þann daginn og um leið umhugsunarefni um ytri og innri starfsemi safnsins.

Fullorðnir fá frítt inn í fylgd barna!sjá dagskrá barnamenningarhátíðar

Sjá facebookviðburð

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)