BERLINDE DE BRUYCKERE: LEIÐSÖGN MEÐ SÝNINGARSTJÓRA

17.5.2016

Hanna Styrmisdóttir, sýningastjóri sýningar Berlinde de Bruyckere og listrænn stjórnandi Listahátíðar, leiðir gesti um sýninguna sunnudaginn 22. maí klukkan 14:00. 

Ferill belgísku myndlistarkonunnar Berlinde De Bruyckere hefur spannað þrjá áratugi en hún náði alþjóðlegri hylli á Feneyjatvíæringnum árið 2003, þar sem skúlptúrar hennar voru sýndir í ítalska skálanum. Á sýningunni í Listasafni Íslands eru skúlptúrar og teikningar frá síðustu fimmtán árum en verkin fæðast sem raunsæjar, anatómískar stúdíur undir áhrifum frá flæmska skólanum og þýsku endurreisninni sem hafa haft djúpstæð áhrif á verk hennar, sem og frá ímyndunarafli og ljóðrænu næmi hennar sjálfrar. 

Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Íslands.nánar um sýninguna 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)