BUTOH DANSGJÖRNINGUR MUSHIMARU FUJIEDA Í LISTASAFNI ÍSLANDS

8.7.2016

Mushimaru Fujieda (f. 1952, Japan) er dansari, leikstjóri og danshöfundur og er þekktur Butoh dansari. Hann hóf feril sinn með leikhópnum Ishinha  árið 1972. Árið 1989 starfaði hann með Beat-skáldinu Allen Ginsberg í New York og í kjölfarið af því tækifæri hóf hann að kalla sig Náttúrulegt, líkamlegt skáld  (e. Natural Physical Poet). List hans þróaðist í kringum sóló-dans þar sem hann tjáir tilfinningaþrungin augnablik í lífinu, á táknrænan hátt, líkt og hluta ljóðs, og skapaði spennu og ljóðrænu. Hann fæst einnig við grímu-dans fyrir Himalaya trúarathafnir; samvinnu í leiksýningum með tónlistarmönnum og skáldum. Hann hefur performerað og starfað með listamönnum allra listgreina og hefur haldið námskeið í yfir 20 löndum. Ásamt þremur börnum sínum stýrir Fujieda danshópunum The Physical Poets og Arakan Family. Hann lifir sjálfbæru lífi á Yakushima eyju, þar sem er forn skógur, og ferðast þaðan vegna listar sinnar, um allan heim.

Mushimaru Fujieda hefur starfað sem leikari, rithöfundur, leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur og dansari, á alþjóðavettvangi, síðan 1972. Verk hans hafa birst í sjónvarpsþáttum og í útvarpi. Hann hefur ferðast víða með list sína og komið fram í listastofnunum, list-tvíæringum og listahátíðum um heim allan, svo sem í Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu, Kína, Taívan, Indlandi, Mexíkó, Grikklandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Englandi, Eistlandi og á Norðurlöndunum.Dansgjörningur Mushimaru Fujieda nú í Listasafni Íslands markar fyrstu heimsókn hans á Íslandi.Ókeypis aðgangur og öllum opinn.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)