• Sunna Gunnlaugs

FREYJUJAZZ // SUNNA GUNNLAUGS

ÞRIÐJUDAGINN 28. MARS kl. 12:15

Píanistinn Sunna Gunnlaugs leiðir tríó sitt á næstu tónleikum Freyjujazzí Listasafni Íslands þriðjudaginn 28. mars kl 12:15.  Miðaverð 1500 kr. og frítt inn á tónleikana fyrir grunnskólabörn. 

Tríóið hefur verið iðið við tónleikahald víða um heim og fengið frábærar umfjallanir fyrir diska sína Long Pair Bond, Distilled og Cielito Lindo. Einstakt jafnvægi ríkir í tríóinu þar sem má segja að hver meðlimur botni línur hinna og hefur melódísk nálgun tríósins í bland við krefjandi form unnið þeim marga aðdáendur. Tríóið var valið tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2013 og 2015 var Sunna valin flytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum. Með Sunnu leika Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. 

Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list.


Kaffihúsið í Listasafni Íslands verður með hádegistilboð að tónleikum loknum.

Allir tónleikar á tónleikaröðinni Freyjujazz eru á Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, hefjast kl. 12:15 og standa í ca 30 mínútur.

Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs.

https://www.facebook.com/freyjujazz/