FREYJUJAZZ

31.7.2018

Tónleikaröðin Freyjujazz í Listasafni Íslands. Freyjujazz var á í hádeginu á þriðjudögum á síðasta ári en hefur nú fært sig yfir á fimmtudaga frá kl 17:15 -18:00. 

Fimmtudagurinn 25. október kl. 17:15

Söngkonan og gítarleikarinn Brynhildur Oddsdóttir. Brynhildur hlaut Gullnöglina í ár, gítarverðlaun sem veitt eru í tengslum við gítarhátíð Björns Thoroddsen, fyrir áræðni, kjark og þor í tónlistarsköpun sinni. Á Freyjujazz mun hún leika djass úr ýmsum áttum ásamt Söru Mjöll Magnúsdóttur píanista og Birgi Bragasyni kontrabassaleikara. 

Brynhildur hóf tónlistarnám sitt ung á fiðlu í Nýja tónlistarskólanum, auk þess sem hún lærði síðar söng við sama skóla. Fiðlan vék síðar fyrir rafmagnsgítarnum sem hefur verið hennar aðalhljóðfæri síðan. Árið 2011 lauk Brynhildur námi í tónsmíðum og framhaldsprófi í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands og fór í framhaldi af því í nám í FÍH bæði í djasssöng og rafgítarleik. Árið 2010 stofnaði hún hljómsveitina Beebee and the bluebirds og hefur gefið út tvær plötur með henni og spilað á hinum ýmsu tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis. 

Tónleikarnir eru á efstu hæð safnsins og er aðgangseyrir 1800 kr. Barinn verður opinn.

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)