IMAGE/INE "IMX" NÁMSKEIÐ FYRIR SNJALLA KRAKKA Á ALDRINUM 10 - 14 ÁRA

5.3.2018

Image/Ine “IMX” námskeið fyrir „snjalla“ krakka á aldrinum 10 – 14 ára sem hafa áhuga á forritun og vídeólist!Laugardaginn 10. mars frá kl. 12 – 15. Staðsetning: Vasulka-stofa í Listasafni Íslands

IMX er fyrsta gagnvirka vídeó-forritið í heiminum. Listakonan Steina (Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka) þróaði forritið árið 1997 í samstarfi við hollenska forritarann Tom Demeyer.  Forritið var sérstaklega hannað með myndlistarfólk í huga. Hægt er að sækja forritið af netinu sér að kostnaðarlausu og keyrir það bæði á gömlum Mac tölvum sem og nýjum. Á námskeiðinu verður farið yfir skemmtilega möguleika í forritinu til þess að leika sér með vídeómiðilinn og búa til skemmtileg listaverk á rauntíma!Við hvetjum þátttakendur til þess að taka með sér Mac-fartölvur og alls kyns tæki og tól til þess að tengja við forritið, t.d. lyklaborð, tölvumýs, vefmyndavélar, hljómborð og tölvuleikjafjarstýringar ef að slík tæki eru fyrir hendi. Á staðnum verða einnig tölvur og tæki sem hægt verður að nota.

Námskeiðið er gjaldfrjálst. Skráningar er óskað í gegn um netfangið mennt@listasafn.is

Fyrir þau sem vilja taka forskot á sæluna er hægt að nálgast hugbúnaðinn hér: https://image-ine.org/

Umsjón: Haraldur Karlsson, listamaður og sérfræðingur í Image/ine.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)