LISTAMANNASPJALL MEÐ TUMA MAGNÚSSYNI

3.3.2016

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands og sýningarstjóri sýningarinnar Kvartett, ræðir við listamanninn Tuma Magnússon um feril hans. Tumi er einn fjögurra listamanna sem eiga verk á sýningunni.

Tumi Magnússon (1957) er fæddur á Íslandi og býr í Kaupmannahöfn. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og AKI - Academie voor Beeldende Kunst í Hollandi. Hann hefur haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í yfir 100 einka- og samsýningun í öllum helstu listasöfnum og listrýmum á Íslandi, svo og í Evrópu, Bandaríkjunum, Mexíkó, Uruguay og Nýja Sjálandi. Tumi var prófessor við Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2005 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn frá 2005 til 2011.Á löngum ferli hefur Tumi unnið með flestalla miðla myndlistarinnar. Framan af kannaði hann þanþol málverksins og þróuðust verk hans frá málverkinu yfir í ljósmyndaverk, vídeó- og hljóðinnsetningar.

Allir velkomnir!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)