DRAUGASMIÐJA Í LISTASAFNI ÍSLANDS

5.2.2018

DRAUGASMIÐJA í Listasafni Íslands, laugardaginn 17. febrúar kl. 13 -14. Í tengslum við sýninguna Korriró og Dillidó  - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar .Draugasmiðjan er hugsuð fyrir forvitin og fróðleiksfús börn á aldrinum 5 - 9 ára. Í draugasmiðjunni fá börn tækifæri til að semja og myndskreyta eigin draugasögur. Sagðar verða spennandi draugasögur og börnin munu fræðast almennt um drauga og eðli þeirra. Síðast en ekki síst munu þau læra að bregðast við ef draugur reynir að tala við þau! Íslenskar þjóðsögur geyma fjölmargar sögur af draugum, sem eru ýmist afturgöngur, uppvakningar eða fylgjur, og láta þeir yfirleitt illt af sér leiða. Draugatrú er mjög forn og var almenn á Íslandi fram á 19. öld og þekkist jafnvel enn í dag. Þjóðsögurnar geyma ýmis ráð sem gott er að kunna til að verjast ágangi drauga. Öll börn sem taka þátt í draugasmiðjunni útskrifast með sérstakt skírteini í draugafræðum!Foreldrum er velkomið að taka þátt. Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.Verið velkomin! 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)