SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: GYÐJUR

7.4.2016

Leiðsögn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sunnudaginn 10. apríl, kl. 15.

GYÐJUR 

Konan, eða konuímyndin, er fyrirmynd allra verkanna á sýningunni Gyðjur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar gefur að líta portrett eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðrum verkum hans höggvin í stein eða tré frá fimmtíu ára tímabili, 1930 til 1982.

Í list sinni sveiflaðist Sigurjón frá raunsæi yfir í afstrakt - og sjálfur sagðist hann ekki sjá neina mótsögn í þessum vinnubrögðum. Á sýningunni má því sjá hin fjölbreyttu efnistök listamannsins við að lýsa konunni, hvort sem um er að ræða hið rómaða portrett af móður hans, myndina af gyðjunni Pallas Aþenu eða til dæmis afstraktverk frá 1980, sem ber heitið Forsetinn.

Sýningarstjórinn, Birgitta Spur, mun leiða gesti um sýninguna næstkomandi sunnudag kl. 15.

Birgitta Spur um verk á sýningunni

Safnið er opið um helgar milli klukkan 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Kaffi og heimabakað meðlæti á boðstólum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)