sunnudagsleiðsögn í fylgd pari stave sýningarstjóra

7.5.2018

Sunnudagsleiðsögn í umsjá Pari Stave sunnudaginn 13. maí kl. 14 í Listasafni Íslands.Ýmissa kvikinda líki -íslensk grafíkSýning íslenskra samtímalistamanna á grafíkverkum í Listasafni Íslands. Á sýningunni má sjá hvernig listamennirnir hafa beitt margbreytilegri skapandi færni og ýmiss konar tækni. Sýningarstjórarnir Ingibjörg Jóhannsdóttir og Pari Stave hafa valið verk á sýninguna eftir listamenn sem vinna jafnhliða í grafík og aðra miðla. Meðal sýnenda eru rithöfundar og tónskáld en einnig myndlistarmenn sem eru síður þekktir fyrir grafíkverk sín, frekar fyrir málverk, þrívíð verk, innsetningar, gjörninga, ljósmyndaverk eða vídeólist.

Á sýningunni Ýmissa kvikinda líki – Íslensk grafík eru yfir 100 þrykk og fjölfeldi eftir 27 listamenn. Þau elstu eru frá árinu 1957 og þau yngstu verða til á sýningunni. Verkin eru unnin með margs konar tækni, allt frá klassískum grafíkmiðlum eins og ætingu og silkiþrykki, til innsetningar sem gerð er með einþrykki og þrívíðu prenti.

Á sýningunni kemur berlega í ljós að grafíkmiðillinn er engin hliðarafurð í listsköpun. Með miðlinum opnast einstakar leiðir til fjölföldunar og endurtekningar og til að skapa raðir verka þar sem ólíkir þættir eru kallaðir fram í einhverju sem mætti líkja við fjölbreytilegan spuna. Undirliggjandi er spurningin: Af hverju velja listamenn að nota þennan miðil til sköpunar, á þennan hátt?Aðgangseyrir á safnið gildir, ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Sýningin var upphaflega skipulögð af og sett upp í Alþjóðlegu prentmiðstöðinni í New York (IPCNY) vorið 2017 undir heitinu Other Hats: Icelandic Printmaking. Sýningunni hefur verið breytt nokkuð og hún þróuð frekar, til uppsetningar í Listasafni Íslands.   

Nánar um sýninguna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)