SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Í LISTASAFNI ÍSLANDS: KVARTETT

22.4.2016

Tumi Magnússon (1957) er fæddur á Íslandi og býr í Kaupmannahöfn. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og AKI - Academie voor Beeldende Kunst í Hollandi. Hann hefur haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í yfir 100 einka- og samsýningun í öllum helstu listasöfnum og listrýmum á Íslandi, svo og í Evrópu, Bandaríkjunum, Mexíkó, Uruguay og Nýja Sjálandi. Tumi var prófessor við Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2005 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn frá 2005 til 2011.Á löngum ferli hefur Tumi unnið með flestalla miðla myndlistarinnar. Framan af kannaði hann þanþol málverksins og þróuðust verk hans frá málverkinu yfir í ljósmyndaverk, vídeó- og hljóðinnsetningar.

Allir velkomnir!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)