SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: UNDIR BERUM HIMNI –MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI

14.4.2016

Fjallað verður um verk Ásgríms sem hann vann á árunum 1909 til 1928 út frá þeim áherslum sem sjá má í þróun verka hans á tímabilinu. Þá mun Rakel lyfta fram nokkrum áhrifavöldum sem tengja má dvöl hans ytra og náminu við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn.Einnig verða ferðalög listamannsins um Suðurland rakin út frá málverkum sem sjá má á sýningunni.

nánar um sýninguna

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)