YFIRSTANDANDI SÝNINGAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS

5.9.2016

Í haust opnaði Listasafni Íslands fimm nýjar sýningar á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn. 

T  E  X  T  I 15.9 – 8.1. 2017, Listasafn Íslands

Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á 7. áratugnum. 

nánar

VALTÝR PÉTURSSON24.9 - 12.2. 2017, Listasafn Íslands

Valtýr Pétursson (1919−1988) var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna. 

Sýningin í Listasafni Íslands verður í tveimur sölum safnsins og henni mun fylgja vönduð bók með fræðilegum greinum um listferil Valtýs og störf hans sem listgagnrýnanda, auk ítarlegs æviferils og ljósmynda af listaverkum.nánar

JOAN JONAS REANIMATION DETAIL, 2010/201226.10 - 29.1.2017, Listasafn Íslands

Joan Jonas fæddist árið 1936 í New York þar sem hún býr og starfar. Hún er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015. Í verkum sínum vinnur hún með vídeó, gjörninga, innsetningar, hljóð, texta og teikningar. Joan Jonas hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína og hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín.

ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA2.10 - 7.5.2017, Safn Ásgríms Jónssonar

Í stórbrotnum verkum er sýna menn og dýr á flótta undan náttúruhamförum má skynja innri átök listamannsins sem tengir okkur við líf hans og starf, sælu og þjáningar sem fylgja sköpunarferlinu þar sem slegið er á nýja strengi. Á sýningunni má sjá olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar er spanna allan feril listamannsins.

SAMSKEYTINGAR3.9. - 28.5.2017, Listasafn Sigurjóns ÓlafssonarSigurjón Ólafsson er þekktur sem myndhöggvari af gamla skólanum. Auk þess að höggva í stein, tré og jafnvel málm, var hann ötull við að móta í leir og gifs og sjóða saman listaverk úr málmi. Einnig má segja að stóran hluta verka hans frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar megi flokka undir það sem kallað hefur verið samskeytingar, „assemblage“. Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan á tiltekinn kjarna svo úr verður heildstætt listaverk.nánar

VASULKA-STOFAMIÐSTÖÐ FYRIR RAF- OG STAFRÆNA LIST Á ÍSLANDI 

Með stofnun Vasulka-stofu beinir Listasafn Íslands athyglinni að varðveislu raf- og stafrænnar myndlistar sem hingað til hefur setið á hakanum. Sem höfuðsafn á sviði myndlistar gegnir Listasafn Íslands lykilhlutverki í varðveislu íslenskrar myndlistar og á það ekki síður við vídeóverk og raflist en þá list sem unnin er með hefðbundnari tækni. Vasulka-stofa er stofnuð í samstarfi við Steinu og Woody Vasulka og hafa þau gefið safninu stóran hluta úr gagnasafni sínu. 

nánar

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)