ÚTHLUTAÐ ÚR STYRKTARSJÓÐI GUÐMUNDU ANDRÉSDÓTTUR

22.12.2016

Þriðjudaginn 20. desember var úthlutað var úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur. 

Handhafar voru Una Björg Magnúsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands.

Markmið sjóðsins er að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002.

Næst verður veitt úr sjóðnum árið 2018.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)