• Bókfell

BÓKFELL

BÓKFELL EFTIR STEINU Í VASULKA-STOFU

  • 23.5.2018, Listasafn Íslands

BÓKFELL EFTIR STEINU Í VASULKA-STOFU

Í febrúar 2014 dvaldi Steina um mánaðar skeið á Íslandi og vann að hug mynd um rafrænt verk í samvinnu við Listasafn Íslands, Vasulka-stofu  og Árnastofnun. Hún fékk aðgang að handritunum í Árnastofnun og þannig birtist ný hlið á höfundar verki hennar þar sem fornsögunum er búin nýstárleg umgjörð í formi rafræns listaverks. Í verkið valdi Steina ýmis handrit sem hún skeytti saman með hugvitsamlegum hætti þannig að þau líða áfram og vindast, snúast, umhverfast og bólgna út líkt og bóluþang í straumröst. Í fyrsta sinn verður ritlistin og blekteikningin Steinu að viðfangsefni þegar blóð rauðir höfuðstafir og mölétnar myndir renna fyrir augum áhorfandans í hæg fljótandi sístreymi. 

Bókfell er merkilegur áfangi í list Steinu, sem hingað til hefur einbeitt sér að náttúru Íslands og náttúru samfélagsins, meðal annars í japönsku verkunum, uppistöðu Tokyo Four, frá 1991, þar sem menningin í Landi hinnar rísandi sólar var krufin með allnær göngulum hætti undir hrynjanda sem minnir óneitanlega á kafla skiptingu í kammertónverki. Reyndar hefur oft verið sagt um verk Steinu að tónlistin sé aldrei langt undan en í Bókfelli bregður svo við að tónlistin þokar og lætur undan síga fyrir grafískum áhrifum handritanna.
Það er margt í streymi handritamyndanna sem minnir á nótnaskrif og jafnvel enn meira á hljóðstyrkssveiflur sem þenjast út og dragast saman um leið og þær líða frá hægri til vinstri. Það er eins og mikil saga líði hjá með hátindum sínum og lægðum, rétt eins og saga heillar þjóðar færð á bók, sem spannar bæði atburðaríka frásögn og átakalitla millikafla.
Litur handritanna og letur hefur yfirbragð hörunds sem er sært eða sviðið, stungið ótal götum svo úr blæðir. Steinu tekst að draga fram það sem undir liggur, undarleg og óskiljanleg örlög þar sem framvindan er oftar en ekki illmennum í hag. Rétt eins og látlaus röddin sem fetar sig eftir frásögninni bregður Bókfell ljósi á harmleikinn sem býr að baki þessum miklu bókmenntum. Það er ekki hrópað eða kallað, öskrað eða emjað, heldur sagt frá með jöfnum og ákveðnum áherslum. 

Þakkir fær Rob Shaw og Frederic Curien. 
Vídeóverk, lengd: 12,31 mínútur.