Lettres à la mer
Franski listamaðurinn Renaud Perrin sýnir myndina Lettres à la mer í kaffistofu safnsins við Fríkirkjuveg 7.
Í kvikmyndinni eru línur og lögun dregin ramma fyrir ramma með „stop-motion animation“ tækni. Myndbandið fjallar um örlög spænsks flóttamanns í Marseille, undir lok 4. áratugar síðustu aldar. Vatnið gufar upp sem tákn um firringu og gleymsku, sem endurspeglast í sendibréfunum; bréf sem aldrei komust á leiðarenda. Að myndinni komu einnig Julien Telle (með-leikstjóri) og John Deneuve, sem sá um tónlistina.
Aðrar myndir eftir Perrin sem sýndar verða eru: Devoiko og Des Rides, eða Hrukkur.