Leiga á sölum & laus störf

leiga á sal / andyri / kaffistofu

Útleiga á sal / kaffistofu vegna funda, fyrirlestra, erfidrykkju, standandi kokteilboða eða annarra viðburða er samkvæmt samkomlagi.

Fyrirspurnir sendist á nina@listasafn.is eða í síma 515-9600.

TÓNLEIKAR

 

Salur án stillingar á flygli  60.000 kr.

Æfing utan opnunartíma (4 klst.)  25.600 kr.

Vinnutími starfsmanns   6.400 kr./klst.

Fyrirspurnir sendist á nina@listasafn.is  eða í síma 515 9600

Öll verð eru án vsk.


LAUS STÖRF HJÁ LISTASAFNI ÍSLANDS


Laus störf hjá Listasafni Íslands eru auglýst á vefsíðunni, www.starfatorg.is.

Vinsamlega fylgist með starfatorg.is 

Fjármála- og mannauðsstjóri

Listasafn Íslands auglýsir eftir fjármála- og mannauðsstjóra. Starfið heyrir beint undir forstöðumann safnsins, safnstjóra, og felur í sér daglegan rekstur og mannauðsstjórnun.
Leitað er eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er. Um fullt stöðugildi er að ræða. Starfsstöð rekstrar- og mannauðsstjóra er við Laufásveg. 

Starfssvið
• Yfirumsjón með daglegum rekstri safnsins
• Gerð rekstraráætlunar og eftirfylgni
• Mannauðsmál, þar með talið móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna, starfslýsingar og annað sem heyrir undir málaflokkinn
• Umsjón með upplýsingatækni  
• Samningagerð
• Umsjón með rekstri starfsstöðva og fasteigna

Hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun 
• Framhaldsmenntun æskileg
• Að minnsta kosti  þriggja ára stjórnunarreynsla skilyrði
• Reynsla af bókhaldi og launavinnslu
• Þekking á mannauðsmálum
• Áhugi og hæfni til að leita nýrra tækifæra við þróun á rekstri safns
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti


Listasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum ríkisins. Safnið rekur fjórar starfsstöðvar í Reykjavík. Safnhúsin eru þrjú: Aðalbygging safnsins við Fríkirkjuveg, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Skrifstofur, ásamt heimildasafni og forvörsluverkstæði eru á Laufásvegi. Við safnið starfa rúmlega 20 manns í ólíkum starfshlutföllum auk verkefnaráðinna einstaklinga á hverju ári. Verkefni safnsins eru að mestu leyti kostuð með sjálfsaflatekjum, svo sem með aðgangseyri, með útleigu á húsnæði vegna viðburða og með sölu á þjónustu og vörum.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá ásamt afriti af prófgráðum og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. 

Harpa Þórsdóttir safnstjóri veitir nánari upplýsingar, harpa@listasafn.is

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið: umsokn@listasafn.is

Umsóknarfrestur er til 24. september 2018.