STYRKTARSJÓÐUR RICHARDS SERRA


Sjóður Richards Serra var stofnaður í tilefni af gjöf listamannsins á myndverkinu ÁFANGAR, sem reist var í Viðey í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 1990. Viðtakendur gjafarinnar voru Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Íslands og Reykjavíkurborg. 

Markmið sjóðs Richards Serra er að efla höggmyndalist á Íslandi með því að veita ungum myndhöggvurum sérstök framlög til viðurkenningar á listsköpun þeirra.

Stjórn sjóðsins úthlutar úr sjóðnum annað hvert ár, í fyrsta skipti árið 1992. Stjórnin ákvarðar hvernig staðið skuli að úthlutun hverju sinni.

Stjórn:
Formaður: Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands
Hekla Dögg Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmannaStefánsdóttir
Eygló Harðardóttir, tilnefnd af Myndhöggvarafélaginu

Síðast úthlutað: 2015