Ókerfisbundin kortlagning
2021
Anna Rún Tryggvadóttir 1980-
Í þessu rými eru tvær seríur af verkum, annars vegar vatnslitaverk og hins vegar skúlptúrar eftir Önnu Rún Tryggvadóttur. Í verkum sínum einbeitir Annar Rún sér iðulega að því að því að opinbera innra eðli efniviðarins sem hún vinnur með hverju sinni. Útfærsla verkanna er ólík en segulvirkni er viðfangsefnið í báðum þessum tilvikum. Tvívíðu verkin á veggjunum bera heitið Ókerfisbundin kortlagning og eru heimildir um ferli þar sem segulvirkni og þyngdarafl hafði áhrif á för vatnslitarins um pappírinn. Í verkin notaði Anna Rún litarefni sem innihalda svartan lit sem unninn er úr járni, en járn er segulvirkt og fangar Anna þessa virkni á pappírinn í eins konar segulpunkta víðs vegar um myndflötinn. Þyngdarlögmálið stýrir því svo hvernig vatnsliturinn sem ekki er segulvirkur dreifir sér um pappírinn. Hér er því alls ekki um kerfisbundna skráningu að ræða heldur byggir ferlið á eðlis- og efnafræði efnisins sem er í verkinu og setur þannig efni úr náttúrunni í brennipunkt og býður upp á nýtt sjónarhorn á náttúruna.


- Year2021
- TypeMálaralist - Vatnslitamyndir
- Size113 x 100 cm
- SummaryEfnafræði, Litaduft, Rannsókn, Segull, Skrásetning
- Main typeMyndlist/Hönnun
- MaterialVatnslitapappír, Vatnslitur