The Die of Destiny

1925

Finnur Jónsson 1892-1993

Exhibition text

Finnur Jónsson nam ungur teikningu, síðan gullsmíði, og að lokum málaralist í einkaskóla hjá Viggo Brandt og síðar Olaf Rude í Kaupmannahöfn. Finnur hélt til Þýskalands árið 1921, til Berlínar í upphafi en síðan til Dresden. Þar stundaði hann nám til 1925 en á þessum árum var Dresden leiðandi borg í menningarlífi Þýskalands og einn helsti vettvangur framúrstefnu í myndlist. Í upphafi nam Finnur við útlendingadeild Fagurlistaskólans þar sem Oskar Kokoschka, einn helsti expressjónisti þessa tíma, var meðal kennara hans. Finnur var síðar nemandi við einkaskólann Der Weg. Kúbismi, expressjónismi, súprematismi Kazimirs Malevich og konstrúktívismi voru meðal nýjunga á þriðja áratugnum og Finnur málaði nokkur verk með sterkum vísunum til þessara strauma og stefna, og Örlagateningurinner eitt þeirra. Kúbísk áhrif eru augljós í uppbrotinni myndbyggingu og myndrýminu sem svo sterklega markast af skálínum. Hugmyndir konstrúktívista og súprematista, sem fram komu í skrifum þeirra Wassilys Kandinsky og Malevich um geómetrísk form í myndheimi er vísar jafnt til hlutveruleikans og handanheims, eru einnig sýnilegar. Yfir verkinu öllu hvílir óútskýrð dulúð. Í Þýskalandi voru nokkur verk eftir Finn sýnd á farandsýningu Der Sturm, útgáfufyrirtækis og sýningarhaldara sem sýndi list framúrstefnunnar, og þótti það mikill heiður fyrir ungan listamann. Sá heiður náði þó ekki yfir hafið til Íslands. Árið 1925 sýndi Finnur afrakstur Þýskalandsáranna á Íslandi, þar á meðal nokkur hálfabstrakt verk. Sýningin vakti athygli og seldust mörg fígúratív verk en ekkert hinna. Eftir það tóku fígúratívu verkin yfirhöndina og málaði Finnur síðan fígúratív verk með góðum árangri í áratugi, landslag og myndir af sjómönnum og sjávarlandslagi, en tók aftur upp þráðinn í abstraktmálverkum á sjöunda áratugnum. Um svipað leyti hlutu hin einstöku abstraktverk Finns frá upphafi ferils hans athygli á alþjóðavettvangi og þykir merkasta framlag hans til íslenskrar myndlistar felast í þessum framúrstefnulegu verkum frá þriðja áratugnum. Finnur Jónsson og kona hans Guðný Elísdóttir ánöfnuðu allar eigur sínar Listasafni Íslands

 

Finnur Jónsson, Örlagateningurinn
LÍ-4784

The work The Die of Destiny is a reminder of the lucky chance that on Earth favourable conditions occurred for life to come into existence. Probability theory and statistics are fields of mathematics which focus on numerical data, analysing and studying them and drawing conclusions. Probability theory and statistical analysis are used to gather data on past and present, and to draw conclusions about central tendency and dispersion, while also examining the frequency of events in present and past in order to make a range of predictions about the future. When a die is cast the theoretical probability of rolling a 1 is calculated by examining the factors. A die has six sides, so the proportional probability is easily calculated:

Number of times the event occurs: 1 (Probability of event = 1 / Total possible outcomes = 6) = 16.67%

Finnur Jónsson was studying in Dresden, Germany, when it was a hotbed of avant-garde art in the early 1920s. He painted a number of works with powerful allusions to these new trends, of which Die of Destiny is one. Cubist influence is clear in the fragmented composition and in the picture space which is strongly marked by diagonal lines. The ideas of Constructivists and Suprematists, about geometrical shapes in a visual world that evokes both objective reality and the supernatural, are also evident, and the work as a whole is imbued with a mystical ambiance. In 1925 Finnur exhibited in Iceland his art from his time in Germany, which included several semi-abstract pieces. The show made an impression, and many of the figurative works sold, but none of the abstracts. After that, Finnur turned his attention to figurative art, and for decades he was a successful painter of landscapes, seascapes and mariners, before resuming abstract art in the 1960s. Around that time Finnur’s early abstract works garnered international attention; these avant-garde works from the 1920s are now regarded as his most important contribution to Icelandic art.

  • Year1925
  • TypeMálaralist - Olíumálverk
  • Size45 x 45 cm
  • SummaryAbstrakt
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialGull, Olíulitur, Strigi
  • Donor comments

    Gjöf listamannsins og Guðnýjar Elísdóttur konu hans 1985.

Source

130 verk úr safneign Listasafns Íslands, Listasafn Íslands 2019.

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.