Encore

1991

Sigurður Guðmundsson 1942-

Eftir að Sigurður Guðmundsson lauk við verkið Mountain árið 1982 komu frá hans hendi verk þar sem hann nýtti sér fjölbreyttar tjáningarleiðir. Þrívíð verk urðu áberandi og sagði hann skilið við ljósmyndina í áratug. Árið 1991, öllum að óvörum, gerði hann þrískipt ljósmyndaverk sem hann kallaði Encore. Titill verksins leiðir hugann að hrópum áheyrenda í lok tónleika: Aftur eða Meira. Verkið er opið til túlkunar á marga vegu og tengist m.a. hugmyndinni um tabula rasa (autt blað) og má segja að það sé undanfari samnefndrar bókar sem Sigurður gaf út árið 1993. Hugtakið tabula rasa er gjarnan notað til að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, þ.e. að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Yfir verkinu hvílir skáldlegt yfirbragð og hátíðleiki eins og um helgimynd sé að ræða eða þrískipta altaristöflu og vekur upp hugmyndir um tvíhyggjuna: hið góða og hið illa, sál og líkama, lífið og dauðann.  

After completing Mountain in 1982, Sigurður Guðmundsson produced works in which he made use of a wide range of forms of expression. Three-dimensional pieces were predominant, and for a decade he abandoned photography. In 1991, in an unexpected move, he made a photographic work in three parts entitled Encore. The title references the traditional cheer of audience approval at the end of a concert, calling for more. The work is open to diverse interpretation; it relates inter alia to the concept of tabula rasa or the blank slate, and it may be seen as a precursor to Sigurður‘s novel Tabúlarasa, published in 1993. The term tabula rasa is often used to express Realist ideas regarding the nature of the human mind at birth, i.e. that the mind is like a blank slate, which will be written upon by experience. The ambiance of the work is lyrical and solemn, reminiscent of an icon or triptych altarpiece, and it evokes ideas of dualism: good and evil, body and soul, life and death. RP

LÍ-4899
  • Year1991
  • TypeLjósmyndun - Litljósmyndir
  • Size116 x 281 cm
  • SummaryBorð, Maður, Ungi
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialPappír
Source

Sigurður Guðmundsson, Zsa-Zsa Eyck ritstj., Mál og menning, 1991, bls. 102 (mynd).

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.