Variations on Flosagjá
Jóhannes Kjarval 1885-1972


- TypeMálaralist - Olíumálverk
- Size45,5 x 60 cm
- SummaryGjá, Landslag
- Main typeMyndlist/Hönnun
- MaterialOlíulitur, Strigi
- Donor comments
Dánargjöf frá James K. Penfield fyrrverandi sendiherra Bandaríkja Norður Ameríku á Íslandi.
Bláir tónar ríkja í þessari mynd Jóhannesar Kjarval frá Þingvöllum. Hraunið er brotið upp í strendinga að hætti kúbistanna og yfir köldu myndsviðinu ríkir móða. Augað hvarflar frá einum steini á annan og dregst að vatninu í gjánni fyrir miðri mynd og hvarflar síðan eftir fíngerðu smámynstruðu hrauninu út að sjóndeildarhring í blámóðu fjarskans. Á námsárunum í Kaupmannahöfn kynntist Kjarval helstu straumum og stefnum í samtímalist svo sem kúbisma og fútúrisma auk dansks módernisma. París var þá miðstöð gerjunar í myndlist. Segja má að aðferðafræði kúbistanna að umbreyta rými í massa hafi hjálpað Kjarval að túlka óreiðukent hraunlandslag og komið skikk á hlutina. Hann blandar óhikað saman ólíkum formgerðum mismunandi stíla. Dökkt grjótið í forgrunni skapar festu sem dugir til að halda verkinu saman. Þar sem augað hvarflar inn eftir myndfletinum milli hnullunganna í þessu seiðandi landslagi sem er engu líkt. RP