The Passenger Ship Gullfoss

1915

Eyjólfur Eyfells 1886-1979

LÍ 8053, Eyjólfur Eyfells, The Passenger Ship Gullfoss
LÍ-8053
  • Year1915
  • TypeMálaralist - Olíumálverk
  • Size47,5 x 81 cm
  • SummaryEyja, Fjall, Sjór, Skip
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialOlíulitur, Strigi
  • Donor comments

    Úr safni Markúsar Ívarssonar.

"Mynd Eyjólfs Eyfells af Gullfossi komst samtímis í vörslu föður míns 1969 og til mín 1982. Magnús Björnsson sem var giftur Guðrúnu móðursystur minni hafði mikið dálæti á myndinni, enda skipstjórnarlærður og fæddur í Engey. Magnús fullyrti að hátíðarflöggin (signal) á skipinu væru upphífð í kórréttri röð. Myndin er augljóslega máluð í Örfirisey þar sem nú er bryggja olíufélaga á lokuðu svæði. Einhverju sinni kom á skrifstofu mína Sveinn Ólafsson sem allan sinn feril starfaði hjá Eimskipafélaginu. Sveinn sagði frá því að þegar Gullfoss sigldi í fyrsta sinn frá Danmörku til Íslands, á árinu 1915, þá var danski fáninn málaður á síðuna til að undirstrika hlutleysi Danmerkur og þar með Íslands í fyrri heimstyrjöldinni. Gullfoss kom síðan við í Vestmannaeyjum þar sem málað var yfir danska fánann. Þessi frásögn rifjaðist upp með mér þegar farið var að huga að
ráðstöfun myndarinnar. Nágranni minn Sigurður Pétursson, sonarsonur og alnafni skipstjórans í ferðinni hafði aldrei heyrt á þetta fánamál minnst, en taldi óhugsandi að afi sinn hefði haft frumkvæði að slíku. Bróðursonur Sigurðar skipstjóra og lengi stýrimaður hans, Stefán Guðmundsson hafði einnig aldrei heyrt á þetta minnst. Aðrar frásagnir svo sem í Öldinni okkar og viðtal Valtýs Stefánssonar við Sigurð Pétursson skipstjóra láta þessa einskis getið. Bragi Kristjónsson fornbókasali benti mér að hafa samband við Sigurlaug Þorkelsson (Silla) sem áður hélt utan um minjasafn Eimskipafélagsins. Sigurlaugur staðfesti að málað hefi verið yfir danska fánann og bætti því við að þetta hefði verið fyrirskipað af fyrsta forstjóra Eimskipafélagsins, Emil Nilsen, sem var danskur. Tók Emil á þessu fulla ábyrgð enda gert í virðingarskyni við Íslensku þjóðina. Ekki er vitað hvenær eða af hvaða tilefni Markús afi minn eignaðist myndina" (Heimild tölvupóstur frá Sverri Sveinssyni 10.12.2007).

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.