Mountain

1982

Hildur Hákonardóttir 1938-

LÍ-9050

Sígildur myndvefnaður og vald listakonunar yfir miðlinum birtist hér í klassískri landslagsmynd þar sem teikningin nýtur sín með fjölbreyttum hætti. Láréttar línur, lóðréttar og skálínur spila fallega með mýkri línum í brún fjallsins og hæðum og hólum við rætur þess. Samhverfa skálínur á ljósum himninum mynda geisla sem lýsa af fjallinu. Litapallettan er hófstillt þar sem brúnir jarðlitir í forgrunni spila á móti gráfjólubláum og brúnum litum í fjallinu og grátónuðum himninum. Hér dregur Hildur upp sígilda mynd af fjalli þar sem efniviðurinn er ull og eðli vefjarins kemur berlega í ljós og spilar með myndbyggingunni. Forgrunnur myndarinnar skipaður reglubundnum reitum, ferhyrningum og þríhyrningum minna á málverk Þorbjargar Höskuldsdóttir, þar sem flísalagt manngert landslagið kallast á við fjöllin eða fjallið á ljósmynd Sigurðar Guðmundssonar frá 1980 - 1982, þar sem listamaðurinn er skurðpunktur náttúru og menningar.

  • Ár1982
  • GreinTextíllist, Textíllist - Myndvefnaður
  • Stærð122 x 96,5 cm
  • EfnisinntakFjall
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniUll

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10AM — 5PM. Closed on Mondays during winter (1.10 — 30.4)