Skipsbrotsmaður

1929

Jóhannes Kjarval 1885-1972

Exhibition text

Ungur að árum stundaði Jóhannes Kjarval sjómennsku og kynntist því af eigin raun hættum hafsins. Hann hafði jafnframt mikla löngun til að teikna og elstu varðveittu verk hans eru teikningar af skútum. Með hjálp velviljaðra styrktaraðila komst Jóhannes í myndlistarnám erlendis og varð einn af frumherjum íslenskrar myndlistar sem lögðu grunn að íslenskri nútímamyndlist á fyrri hluta 20. aldar. Kjarval var óhræddur að nýta sér hina ýmsu stíla og stefnur innan myndlistarinnar en nálgun hans var þó yfirleitt ekki hugmyndafræðileg. Frekar má líta á notkun hans á hinum ýmsu stílbrigðum sem leik og leit að frumlegum lausnum. Í verkinu Skipsbrotsmaður má sjá hvernig listamaðurinn umskrifar myndefnið að hluta á kúbískan hátt með marghyrningum sem margir minna á píramída en málar andlit og bát með raunsannari hætti. Í verkinu beitir hann því ekki sundurgreiningu kúbismans eða óhlutbundnu myndmáli heldur sjáum við hér dæmi um viðleitni hans til að samtvinna ólíka stíla og nýta fjölbreyttar vinnuaðferðir sem einkenndi verk hans alla tíð.

 

In his youth Jóhannes Kjarval worked as a fisher, gaining personal experience of the perils of the sea. He also had a strong desire to draw, and his oldest extant works are drawings of sailing ships. Benefactors sponsored him to embark upon art studies abroad, and he became a pioneer of Icelandic art, laying the foundations of modern art in Iceland in the first half of the 20th century. Kjarval did not hesitate to work in a range of artistic styles, and his approach was not generally ideological. His combination of different styles may rather be seen as a playful quest for original solutions. In Shipwrecked Sailor we see how the artist presents the subject partly in a Cubist manner with polygons, many of which resemble pyramids, while the man’s head and boat are depicted more realistically. Thus in this work he does not apply the deconstructive approach of Cubism, or abstract imagery – instead we see here an example of the artist’s tendency to combine different styles and use eclectic methods, which is characteristic for all his oeuvre.

LÍ-909
  • Year1929
  • TypeMálaralist - Olíumálverk
  • Size55 x 65 cm
  • SummaryMaður
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialOlíulitur
  • Donor comments

    Úr safni Markúsar Ívarssonar.

Source

Kristín G. Guðnadóttir: Jóhannes S. Kjarval. Mótunarár 1885-1930, Rvík 1995, bls.30-31.
Kristín G. Guðnadóttir, “Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1930-1945”. Sýningarskrá, Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1930-1945, Kjarvalsstaðir janúar-maí 1997, bls. 44. Þar segir að verkið hafi verið á minningarsýningu til heiðurs Markúsi Ívarssyni sem var haldin á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna 19.-29. febrúar 1944.
Kristín G. Guðnadóttir, Kjarvalsbók, 2005.

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.