
Good Thursday
fim
24. apríl
17:00—22:00
Fimmtudagurinn langi í Apríl
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Fimmtudaginn langa á sumardaginn fyrsta þann 24. april.
Síðasta fimmtudag hvers mánaðar er Listasafn Íslands opið til 22:00 og gestum býðst að kaupa árskort í safnhús Listasafns Íslands á almennu miðaverði. Kaffihúsið Kaktus Espressobar er einnig opið til 22:00 á Fimmtudaginn langa. Happy Hour á víni og bjór frá 17 – 20. Tapasplatti
með vínglasi á tilboði á 2.900.
▪️ 20:00 Leiðsögn á ensku
Við bjóðum ykkur velkomin á leiðsögn hjá Pari Stave sýningarstjóra Listasafns Íslands um sýningu Nánd hversdagsins.
Sýningin samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann.