Dagskrá
 • Freyjujazzinn 2019

FREYJUJAZZINN Í LISTASAFNI ÍSLANDS HEFUR GÖNGU SÍNA Á NÝ

 • 20.6.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 27.6.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 4.7.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 11.7.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 18.7.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 25.7.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 1.8.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 8.8.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 15.8.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 22.8.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands
 • 29.8.2019, 17:15 - 18:00, Listasafn Íslands

Freyjujazzinn í Listasafni Íslands hefur göngu sína á ný og verður í allt sumar á fimmtudögum frá 17:15-18.

Næstu tónleikar verða 20. júní þar sem Kvartettinn Dea Sonans leikur fyrir gesti. 

Kvartettinn Dea Sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkonum og er tilkominn í kjölfar þessarar tónleikaraðar. Kvartettinn spilar aðallega tónlist eftir meðlimi hans. Tónlistin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammerdjass. Hún er í senn lýrísk og aðgengileg og bæði sungin og instrumental.

Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, saxófónn/þverflauta og söngur
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, básúna/fiðla/slagverk og söngur
Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó

Tónleikarnir hefjast 17:15 og standa til 18:00


Tónleikarnir verða alla fimmtudaga í sumar til 29. ágúst 2019.

Aðgangseyrir er 2000 krónur.

facebook.com/freyjujazz