Dagskrá

GÆÐASTUND

LEIÐSÖGN UM OF THE NORTH EFTIR STEINU VASULKA

  • 8.12.2021, 14:00 - 15:00, Listasafn Íslands

8. desember kl. 14
Steina / Of the North

Leiðsögn um vídeóinnsetninguna Of the North eftir Steinu (Steinunni Briem Bjarnadóttur-Vasulka, f. 1940). Innsetningin er hluti af sýningunni Halló, geimur.
Verkið Of the North frá árinu 2001 er unnið út frá safni Steinu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands. Verkið vísar jafnframt út í geiminn þar sem sjá má hnattlaga kúlurnar snúast um ímyndaðan ás í seiðandi rytma með öllum þeim hljóðum sem fylgja.

Gæðastundir í Listasafni Íslands
Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co. sem styrkir verkefnið.


Aðgangseyrir á safnið gildir.
Ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu Listasafns Íslands: www.listasafn.is