Dagskrá

Gæðastundir í Listasafni Íslands - LITLU JÓLIN Á HEIMILI LISTAMANNS

  • 9.12.2020, 14:00 - 15:00, Safn Ásgríms Jónssonar

Litlu jólin haldin á heimili og vinnustofu listamannsins Ásgríms Jónssonar og fjallað um tímann þegar hann myndskreytti íslenskar þjóðsögur.

Hittumst á Bergstaðastræti 74 og eigum notalega stund saman.

Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðunum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands.

Bakkelsið er í boði Brauð & Co sem styrkir verkefnið.

Tengiliður dagskrár; Guðrún Jóna Halldórsdóttir, gudrun@listasafn.is,