NÝTT VERK Í SAFNEIGN

Listasafn Íslands kynnir nýtt verk í safneign:

Kristinn E. Hrafnsson (f. 1960)
Dægursveifla, 2020
Keypt 2020
LÍ-11544

Heiti verksins er sótt í fyrirbærið sjálft, dægursveiflu. Dægursveifla er á sama tímanum stöðugt ástand og breytilegt – stöðugt í þeim skilningi að allt er á stöðugri hreyfingu og breytilegt í þeim skilningi að endurtekningin er ekki möguleiki. Allt er undir áhrifavaldi einhvers annars; jörðin er undir áhrifavaldi annarra himintungla og lífið er háð þeim sveiflum sem kraftar þeirra valda.