Vigdís Rún Jónsdóttir ráðin verkefnastjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir ráðin verkefnastjóri sýninga til Listasafns Íslands.

Vigdís var valin úr hópi 25 umsækjenda um starf verkefnastjóra sýninga. Hún lauk M.A. prófi í listfræði frá Háskóla Íslands og hefur

síðustu árin gegnt starfi menningarfulltrúa hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra. Vigdís hefur stýrt ýmsum verkefnum á sviði menningarmála og m.a. starfað við listfræðirannsóknir í tengslum við textaskrif og sýningarstjórn í söfnum hérlendis.

Listasafn Íslands býður Vigdísi velkomna til starfa.