Samtal við listamann

fös

4. júlí

16:0017:00

Listasafnið

Pari Stave sýningarstjóri Listasafns Íslands leiðir samtal við Inuk Silis Høegh og Jacob Kirkegaard um sýninguna The Green Land frá 2021.

The Green Land er tekið upp í og umhverfis Nuuk og Manisoq á Grænlandi. Verkið er sjónræn hugleiðing um landslag sem er í senn ósnortið og óstöðugt sökum inngripa mannsins og loftslagsbreytinga. Myndinni fylgir hljóðmynd eftir danska hljóðlistamanninn Jacob Kirkegaard.

Í framhaldinu af samtalinu opnar Erik Vilstrup Lorenzen, sendiherra Danmerkur á Íslandi sýninguna formlega kl 17:00.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17