Járn, hör, kol og kalk: Ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur

Þóra Sigurðardóttir

13.4.2024 — 15.9.2024

Listasafnið

Á sýningunni eru nýlegar teikningar, grafík og þrívíðir strúktúrar. Öll verkin vitna um vinnu Þóru með lóðréttar og láréttar línur sem útgangspunkt myndsköpunar um áratugaskeið. Línur, teiknuð form og hlutir eru staðsett innan þessara reglubundnu forma og mynda spennu þar sem hin beinstrikaða regla mætir náttúrulegri tilviljun. 

Meðal verka á sýningunni eru nokkrar kopar- og álplötuætingar sem unnar voru í gestavinnustofum í Berlín og Feneyjum. Þóra þrykkir prentplöturnar með einum lit en í þeim þrönga litaskala sem Þóra setur sér framkallar hún engu að síður breiðan og næman tónaskala þar sem fullkomið jafnvægi myndast innan flatarins.  

Í nokkrum málverkum sem unnin eru með teiknikolum, grafíti, bleki, blýöntum og krít á ómeðhöndlaðan hörstriga fæst annars konar innsýn í rannsókn listakonunnar á samspili reglu og hendingar. 


Salur

4

13.4.2024 15.9.2024

Sýningarstjóri

Pari Stave

Verkefnastjóri sýningar

Vigdís Rún Jónsdóttir

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Dorothée Kirch

Umsjón tæknimála og ljósmyndun

Sigurður Gunnarsson

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)