LJÓSMYNDIR ÚR FÓRUM ÁSGRÍMS

Í listaverkagjöf Ásgríms Jónssonar til íslensku þjóðarinnar voru öll eftirlátin listaverk Ásgríms – olíu- og vatnslitamyndir, teikningar og teiknibækur – ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Í safni Ásgríms eru einnig fjölmargar ljósmyndir úr fórum listamannsins og má sjá nokkrar þeirra hér.