LJÓSMYNDIR ÚR FÓRUM ÁSGRÍMS
Í listaverkagjöf Ásgríms Jónssonar til íslensku þjóðarinnar voru öll eftirlátin listaverk Ásgríms – olíu- og vatnslitamyndir, teikningar og teiknibækur – ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Í safni Ásgríms eru einnig fjölmargar ljósmyndir úr fórum listamannsins og má sjá nokkrar þeirra hér.
Ásgrímur á fermingaraldri. Myndin er tekin við Húsið á Eyrarbakka.
Ásgrímur í Weimar árið 1908.
Ásgrímur í Weimar árið 1908.
Ásgrímur um 1910.
Ásgrímur við nokkrar þjóðsagnamyndir sínar, um 1905.
Við Hundavaðsfoss í Húsafellsskógi, sér í Síðufjallið og Tunguna.
Ásgrímur og Þorvaldur Skúlason á Húsafelli sumarið 1941.
Á Húsafelli. Frá vinstri: Ásgrímur, Herdís Jónsdóttir ráðskona á Húsafelli og Guðrún Jónsdóttir vinnukona.
Á berjamó. Talið frá vinstri: Bjarnveig Bjarnadóttir, Ásgrímur og Helga Þorgilsdóttir.
Ásgrímur við trönurnar.
Ásgrímur við trönurnar.
Ásgrímur Jónsson og Bjarnveig Bjarnadóttir.
Ásgrímur í vinnustofu sinni.
Vatnslitamálarinn að verki.