HUGLÆG LANDAKORT / MANNSHVÖRF
lÁsamt tæplega 40 listamönnum frá 15 evrópskum smáríkjum og svæðum lýsir Listasafn Íslands ánægju sinni með opnun HUGLÆGRA LANDAKORTA / MANNSHVÖRF, sem framlagi sínu til Listahátíðar í Reykjavík, 2013. Sýningin dregur upp mynd af hinni miklu fjölbreytni, sem finna má í nálgun listamanna frá smáríkjum Evrópu, þjóðum með innan við milljón íbúa, óháð landfræðilegri legu og stærð landa þeirra. Með blað- og bóklist að vopni takast þessir listamenn á við langa hefð einstæðrar útgáfustarfsemi, sem miðlun skapandi samskipta.
Smáþjóðir Evrópu eru annað hvort umluktar öðrum löndum eða staðsettar í miðju hafi. Dreifing þeirra um álfuna gerir þær að útvörðum evrópskrar menningar í sinni margbreytilegustu mynd. Þær teygja sig frá syðsta hluta Miðjarðarhafsins til nyrstu djúpa Atlantsála og mynda öxul, sem nær frá vestasta odda álfunnar til austustu eyjar hennar.
Sjá nánar á vefsíðu Little Constellation.