[I]NDEPENDENT PEOPLE / "SJÁLFSTÆTT FÓLK"

  • 19.5.2012 - 2.9.2012

Sjónrænn hluti Listahátíðar í Reykjavík 2012 snýst um þýðingu norrænnar og baltneskrar jaðarlistar og óháðrar starfsemi sem á sér stað á mörkum viðurkennds sköpunarstarfs og tilraunalistar í þeim heimshluta. Sýningarnar verða í mörgum helstu söfnum og listamiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins og nágrennis. 


Yfirumsjón verkefnisins er á hendi sænska sýningastjórans og fagurfræðingsins Jonatan Habib Engqvist en um framkvæmd sér Kristín Scheving, menningarstjóri. Í Listasafni Íslands munu No Gods, No Parents [UKS]; Box; AIM Europe; Sofia Hultén & Ivan Seal og IC-98 [Mikael Brygger & Hendriika Tavi] – allt vel þekktir hópar tilraunalistamanna – kynna verk sín og starfsemi, ásamt Nýlistasafninu [Nýló] + Arkíf um listamannarekin rými.