BÓL, KAR OG HULIÐ HJARTA - TINNA GUNNARSDÓTTIR

  • 22.3.2012 - 15.4.2012, Listasafn Íslands
Listasafn Íslands sýnir ný verk eftir Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuð. Tinna er afkastamikill hönnuður sem hefur vakið athygli fyrir vandaða og nýstárlega hönnun. Meðal þess sem einkennir verk hennar er áhrifamáttur þeirra í hversdagslegu umhverfi okkar, sem lifnar við í nálægð þeirra, auk þess sem þau búa yfir ómældum tækninýjungum og nýstárlegri efnisnotkun. 
Á undanförnum árum hefur Tinna sýnt hönnun sína á öllum helstu hönnunarsýningum heims og jafnframt verið sýningarstjóri á slíkum stórsýningum. Tinna hefur staðið fyrir framleiðslu og dreifingu á eigin hönnun jafnt innanlands sem utan. Í Listasafni Íslands verða ný verk eftir Tinnu sem hún hefur unnið sérstaklega í tilefni af Hönnunarmars.