CARNEGIE ART AWARD

  • 9.1.2010 - 21.2.2010, Listasafn Íslands
Carnegie Art Award eru meðal veglegustu myndlistarverðlauna heims. Aðalverðlaunin, sem nema um einni milljón sænskra króna, voru í ár veitt íslenska listamanninum Kristjáni Guðmundssyni. Verk hans verða til sýnis ásamt verkum tuttugu og tveggja annarra norrænna listamanna í Listasafni Íslands frá 9. janúar til 21. febrúar 2010.

Carnegie Art Award er ætlað að kynna norræna nútímalist. Á sýningunni eru verk kunnra listamanna ásamt verkum nýliða á listasviðinu. Dómnefnd valdi tuttugu og þrjá þátttakendur úr hópi hundrað fjörtíu og átta listamanna sem voru tilnefndir. Önnur verðlaun, að upphæð sex hundruð þúsund sænskar krónur, hlaut Kristina Jansson og þriðju verðalun, að upphæð fjögur hundruð sænskar krónur, komu í hlut Felix Gmelin. Styrkur til ungs listamanns, að upphæð eitt hundrað þúsund sænskar krónur, kom í hlut Marie Søndergaard Lolk. 

LISTAMENN
Kjersti G. Andvig -NO, Kristján Guðmundsson-IS, Torben Ribe-DK, Anastasia Ax-SE, Kristina Jansson-SE, Sigrid Sandström-SE, Tone Kristin Bjordam-NO, Sergej Jensen-DK, Astrid Sylwan-SE, Milena Bonifacini-DK, Camilla Løw-NO, Egill Sæbjörnsson-IS, A K Dolven-NO, Jukka Mäkelä-FI, Marie Søndergaard Lolk-DK, Saara Ekström-FI, Ylva Ogland-SE, Marianna Uutinen-FI, Mads Gamdrup-DK, Jorma Puranen-FI, Hannu Väisänen-FI, Felix Gmelin-SE, Seppo Renvall-FI

Carnegie Art Award 2010 var opnuð þann 17. september 2009 í Kunsthall Charlottenborg í Kaupmannahöfn, þar sem verðlaunin voru afhent. Sýningin fer síðan til Stokkhólms, Óslóar, Peking, Lundúna og Helsinki og henni lýkur í Carros/Nice vorið 2011.