EDVARD MUNCH

  • 15.5.2010 - 12.9.2010, Listasafn Íslands

Edvard Munch gerði sínar fyrstu þrykkmyndir síðla árs 1894 en fram til vorsins 1895 sótti hann í sig veðrið varðandi ýmis tæknibrögð og aðferðir. Listasafn Íslands á hrífandi úrval 18 verka sem kalla má frumraun listamannsins á þessu sviði. Það var góðvinur listamannsins, hagfræðingurinn og skipulagsfræðingurinn Christian Gierløff, sem af rausnarskap sínum færði íslensku þjóðinni 15 grafíkverk að gjöf árið 1947. Þrjú verk bárust skömmu síðar eða 1951 að gjöf frá Ragnari Moltzau útgerðarmanni og formanni stjórnar norska listiðnaðarsafnsins, en þau voru hluti af stórri gjöf grafíkverka eftir norska listamenn. Á þessari sýningu gefst gestum Listasafns Íslands einstakt tækifæri til að kynnast fjölbreytilegri og harla sérstæðri grafíktækni þessa þekktasta myndlistarmanns Norðurlandanna fyrr og síðar.