Belief

1971

Guðmunda Andrésdóttir 1922-2002

Exhibition text

Eftir að hafa heillast af ljóðrænum abstraktverkum á sýningu Svavars Guðnasonar í Reykjavík árið 1945, ákvað Guðmunda Andrésdóttir að leggja fyrir sig myndlist og hélt til náms í Svíþjóð og síðar í París. Árið 1952 gekk hún til liðs við Septemberhópinn sem var hópur listamanna sem sýndu fyrst saman 1947 undir formerkjum abstraktlistar. Á áttunda áratug síðustu aldar þróaði Guðmunda geómetrísk verk sín til lífrænni forma. Fjaðurmögnuð form og bjartir litir tóku nú við í röð verka þar sem sama stefið var leikið til enda. Í verkinu Átrúnaður dansa og dúa hringform eftir láréttum línum sem skera myndflötinn. Engu er líkara en gárur myndist á svölum litnum á neðri hluta málverksins sem vegur á móti fjarvíddaráhrifum og skiptingu myndflatarins. Hér er um þaulhugsað verk að ræða sem byggir á eigindum lita og forma. Í sýningarborði má sjá nokkrar vatnslitamyndir eftir Guðmundu þar sem hún kallar fram hreyfingu á myndfletinum og gerir tilraunir með liti og myndbyggingu þannig að myndirnar mynda tilbrigði við sama stef, rétt eins og í tónlist. 

 

Won over by lyrical abstract paintings at Svavar Guðnason´s Reykjavík exhibition in 1945, Guðmunda Andrésdóttir decided to become an artist and embarked on studies in Sweden and then Paris. In the 1970s, her geometrical abstract art evolved towards more organic forms. A series of works with buoyant forms and bright colours followed, in which Guðmunda pursued variations on the same theme. In Belief, circular forms dance and bounce on horizontal lines. Ripples seem almost to form on the cool colour in the lower half of the painting, which counterbalances the perspective impressions and the division of the picture plane. This work is obviously deeply thought out, based on the qualities of colours and forms. In the display case you can see a few of Guðmunda´s watercolours, in which she creates movement in the picture plane and experiments with colour and structure so that, similar to music, the images create variations on a tune.

LÍ-1605
  • Year1971
  • TypeMálaralist - Olíumálverk
  • Size110 x 120 cm
  • SummaryAbstrakt
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialOlíulitur, Strigi
Source

Bragi Ásgeirsson, “Sýningarferð”, Mbl. 26.05. 1972.

Treasures of Icelandic Art

The museum is open every day from 10am - 5pm.