Fjársjóður íslenskrar myndlistar — fjölbreyttar sýningar í þremur ólíkum húsum
Stærsta safn íslenskrar myndlistar.
Hér er hægt að leita í yfir 14.000 verka safni í eigu íslensku þjóðarinnar.
Á döfinni


Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!
Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is Takmarkaður fjöldi.
Þann 29. janúar kl. 14 mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur taka á móti gestum í Safnahúsið við Hverfisgötu.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir starfar sem prófessor í fræðum myndlistar við Listaháskóla Íslands og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún er doktor í list- og fagurfræði frá Panthéon-Sorbonne háskólanum í París og formaður Listfræðafélags Íslands. Margrét hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands, starfað sem deildarstjóri listaverka- og sýningardeildar Listasafns Íslands og fengist við sýningarstjórn, listgagnrýni og skipulag listviðburða auk starfa sem menningarblaðamaður.Margrét Elísabet Ólafsdóttir starfar sem prófessor í fræðum myndlistar við Listaháskóla Íslands og dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún er doktor í list- og fagurfræði frá Panthéon-Sorbonne háskólanum í París og formaður Listfræðafélags Íslands. Margrét hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands, starfað sem deildarstjóri listaverka- og sýningardeildar Listasafns Íslands og fengist við sýningarstjórn, listgagnrýni og skipulag listviðburða auk starfa sem menningarblaðamaður.
sun
29. jan
14—15


Listasafn Íslands á Safnanótt 2023
Á Safnanótt býðst gestum Vetrarhátíðar að heimsækja safnhús Listasafns Íslands. Sýningaropnanir í tveimur safnhúsum ásamt fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá er fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur í tilefni kvöldsins.
Dagskrá Í Safnahúsinu við Hverfisgötu:
17:00 — 18:00
Opnun sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu – samspil myndlistar og vísinda.
Sýningin er á fjórum hæðum þar sem skemmtileg gagnvirkni og listasmiðjur leynast í hverjum krók og kima. Komið og upplifið fjölskyldusýninguna Viðnám.
17:00 — 23:00
Ratleikur um sýninguna í Safnahúsinu
Í leiknum ferðumst við um allar hæðir hússins og leysum þrautir sem tengjast listaverkum sýningarinnar. Skemmtilegur fjölskylduleikur!
18:00 — 20:30
Listasmiðjur
Híbýli dýra
Í smiðjunni skapa þátttakendur híbýli fyrir þau dýr sem er að finna á sýningunni með áherslu á endurnýttan efnivið. Gestum gefst einnig kostur á að búa til bókverk sem fylgir híbýlunum.
Raddir okkar allra skipta máli!
Listasmiðja þar sem gestum býðst til að útbúa sitt eigið barmerki þar sem lögð verður áhersla á að vinna með málefni náttúrunnar á skapandi hátt.
17:00 — 23:00
Opin verkstæði
Stop motion skuggaleikhús!
Nýtið ykkar eigin snjalltæki og búið til stop motion með skuggabrúðum sem þið skapið undir áhrifum sýningarinnar.
Gáðu til veðurs!
Lærðu um ólíkt skýjafar og skapaðu þitt eigið himinhvolf með hjálp tölvutækninnar.
Íshellir
Upplifðu undur íshella í tengslum við fróðleik frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn.
Bylgjur sólaljóssins
Baðaðu þig í RGB ljósi, upplifðu marglita skuggana og leiktu þér með ljósbrot prismaglers.
Klippimyndir fyrir börn á öllum aldri!
Breytumst í ofurhetjur náttúrunnar og sköpum klippimynd úr fallegum landslagsljósmyndum. Veltum fyrir okkur hvernig hægt er að gera jörðina að betri stað til að lifa á, í sátt við náttúruna.
Hljóð og mynd
Paraðu saman myndir af íslenskum fuglum og söngröddum þeirra í skemmtilegum tölvuleik. Reyndu að skora fullt hús stiga!
Í spor formæðra
Undir áhrifum málverks Kristínar Jónssdóttur gefst þér tækifæri til að prófa að bera þvottaböggul frá Lækjartorgi að þvottalaugunum í Laugardal.
Baráttan við báruna
Taktu á árunum og hugleiddu átökin sem sjómenn fyrri alda upplifðu þegar þeir drógu björg í bú.
Hreinsum plast úr hafinu
Af mannavöldum er of mikið rusl í hafinu, leggðu þitt af mörkum og hreinsaðu hafið.
Bylgja bylgja bylgja....
Upplifðu með eigin líkama og rödd hvernig listamenn hafa skapað verk undir áhrifum eðlisfræðinnar.
Skoraðu vin á hólm!
Reyndu að komast eftir fjallgarðinum án þess að mynda viðnám.
Viðnám
Hugtakið viðnám tengist mótspyrnu eða andstöðu en einnig má líta á orðið út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum.
Viðnámvísar einnig til viðspyrnu við neyslu sem allir verða að tileinka sér. Þá vísar viðnám til þeirrar mikilvægu mótstöðu sem heimsbúar verða að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Listaverkin á sýningunni tengjast öll orðræðunni um sjálfbærni og þeim siðferðilegu málefnum er tengjast þeirri vinnu sem stuðlar að þróun í átt að frekari sjálfbærni. Verkin gefa okkur tækifæri til að velta vöngum yfir tilverunni, náttúrunni og öðru fólki. Hvernig fólk kýs að lifa lífinu og hvaða áhrif það vill hafa. Til að skapa forsendur fyrir góðu lífi þarf að hlúa að fjölmörgum þáttum og ekki síður samspili þeirra. Að lifa lífinu á þann hátt að maður viðhaldi góðu lífi án þess að skerða lífsgæði annarra er lykillinn að sjálfbærni.
Myndlist getur vakið áleitnar spurningar og listræn nálgun getur breytt því hvernig fólk lítur á heiminn. Í Safnahúsinu gefst tækifæri til að kanna, tengja saman, og skapa í samtali við listaverkin á sýningunni.
Gestir eru hvattir til þess að hugsa um eigin reynslu í tengslum við inntak verkanna. Myndlistin getur þannig veitt viðnám og ýtt undir vilja fólks til að taka þátt í að umbreyta samfélaginu í átt að sjálfbærri framtíð.
Sýningarstjóri: Ásthildur Jónsdóttir
Sýningarnefnd: Dagný Heiðdal, Guðrún Jóna Halldórsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir
fös
3. feb
17:00—23:00


Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins Jón Jónsson spilar fyrir gesti Safnanætur í Lessal Safnahússins til þess að fagna opnun sýningarinnar Viðnám.
Ókeypis aðgangur í safnhús Listasafns Íslands á Safnanótt.
Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.
Opnun sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu – samspil myndlistar og vísinda.
Sýningin er á fjórum hæðum þar sem skemmtileg gagnvirkni og listasmiðjur leynast í hverjum krók og kima. Komið og upplifið fjölskyldusýninguna Viðnám.
fös
3. feb
20:30—21:00
Safnbúð Listasafns Íslands


Von — Birgir Snæbjörn Birgisson
5.900 kr.


Berangur — Georg Guðni
9.950 kr.


Sumarnótt — Jón Stefánsson
2.900 kr.
Þrjú hús — eitt safn
Einn miði gildir í öll þrjú húsin sem má heimsækja sama dag eða þegar hentar.