Sýningar í Listasafni Íslands
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
12.10.2024 — 30.3.2025
Daufur skuggi - Fánar í íslenskri myndlist
17.6.2024 — 13.10.2024
Framtíðarfortíð
17.6.2024 — 19.10.2024
Viðnám
3.2.2023 — 26.3.2028
Safneign Listasafns Íslands
Hér er hægt að leita í yfir 15.000 verka safni í eigu íslensku þjóðarinnar.
Á döfinni
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
10. september – 3. desember 2024
Tími þriðjudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 7 – 9 ára (börn fædd 2015 – 2017)
Verð: 53.000 kr.
20% systkinaafsláttur
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 10 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is er hafin
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
þri
15. okt
15:00—16:30
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna þar sem áhersla verður lögð á form og manneskjuna sem þemu innan sýningarinnar
Í tilefni af 140 ára afmæli Listasafns Íslands er efnt til sýningar á völdum listaverkum úr safneigninni eftir um 100 listamenn frá mismunandi tímabilum listasögunnar. Sýningin er haldin í öllum fjórum sölum safnbyggingarinnar við Fríkirkjuveg og skiptist í fjögur meginþemu: form, manneskjan, samfélag og landslag. Sýningin endurspeglar ekki aðeins það hlutverk Listasafns Íslands að byggja upp safnkost sem endurspeglar strauma og stefnur í listum hverju sinni, heldur einnig mikilvægi safnsins sem varðveislustaðar og lifandi vettvangs skoðanaskipta.
Gæðastundir
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri, 67+. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.
mið
16. okt
14:00—15:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
12. september – 5. desember 2024
Tími fimmtudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 10 – 12 ára (börn fædd 2012 – 2014)
Verð: 53.000 kr.
20% systkinaafsláttur
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 10 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is er hafin
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
fim
17. okt
15:00—16:30
Safnbúð Listasafns Íslands
Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar
6.900 kr.
Hugsun um teikninguna — Jóhannes S. Kjarval
5.900 kr.
Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins
6.900 kr.
Tvö hús — eitt safn
Einn miði gildir í bæði húsin sem má heimsækja sama dag eða þegar hentar.