Námskeið í Listasafninu

Steina – Tímaflakk / Samstarf Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja þekkingu á nútíma- og samtímalist og vilja dýpka skilning sinn á tímatengdum miðlum, þ.e. listformum sem byggja á tíma, svo sem kvikmyndum, myndböndum, hljóði og stafrænum tækni- og miðlunarleiðum.

Farið verður yfir helstu hugtök og þróun tímatengdra miðla og verk samtímalistamanna skoðuð. Sýningin Steina: Tímaflakk, sem stendur yfir á Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur, verður i brennidepli og rýnt verður í ferill og verk Steinu Vasulka, brautryðjanda á sviði vídeólistar.

Námskeiðið fer fram á íslensku og ensku.

Kennarar: Pari Stave frá Listasafni Íslands, Markús Þór Andrésson frá Listasafni Reykjavíkur og Margrét Elísabet Ólafsdóttir frá Listaháskóla Íslands.

Hvar:
Nánari upplýsingar auglýstar síðar

Hvenær:
Fimmtudagur 13. nóvember kl. 17:15–19:00
Fimmtudagur 20. nóvember kl. 17:15–19:00
Fimmtudagur 27. nóvember kl. 17:15–19:00

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDIxMjc=

Verð:
53.000 kr

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Nánari upplýsingar: info@listasafn.is

Aldamótakonur og íslensk listvakning

Aldamótin 1900 marka tímamót í íslenskri listasögu en fyrir þann tíma hafði mikil gerjun átt sér stað í íslensku samfélagi þar sem konur léku veigamikið hlutverk hvað varðar framgang myndlistar. Konurnar sem um ræðir fæddust á síðari hluta 19. aldar og tilheyrðu vaxandi borgarastétt landsins. Þær hlutu menntun á sviði myndlistar en ekki til þess að leggja stund á listsköpun heldur til að auka fegurðarskyn þeirra og smekkvísi svo þær gætu búið eiginmanni sínum og börnum fagurt heimili. Þessar konur hafa verið kallaðar huldukonur í íslenskri myndlist þar sem framlag þeirra var lengi vel flestum hulið. Undanfarna áratugi hafa verk þessara kvenkyns brautryðjenda verið dregin fram í dagsljósið í bókum og sýningum og hafa vakið forvitni og áhuga. Á námskeiðinu verða kynntir helstu frumkvöðlar á meðal kvenna á sviði myndlistar hér á landi á síðari hluta 19. aldar, verk þeirra skoðuð og sett í samhengi við aldarfar og myndlistarlíf í Reykjavík.

Kennari er Dagný Heiðdal

Námskeiðið hentar öllum áhugasömum um sögu og myndlist.

Hvar:
Safnahúsið, Hverfisgata 15, 101 Reykjavík

Hvenær:
Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 17:15–19:00
Miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17:15–19:00

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDIxMjQ=?

Verð:
35.000 kr

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Nánari upplýsingar: info@listasafn.is

Myndlistarheimurinn

Námskeiðið veitir innsýn í margbreytilegan heim myndlistar og hvernig hann fléttast inn í samfélagið í gegnum listasöfn, fræðslu, rannsóknir og aðra miðla. Fjallað verður um starfsemi listasafna, skynjun og mismunandi leiðir til að nálgast myndlist. Sérstök áhersla verður lögð á myndlæsi – umræðu- og spurnaraðferð sem hjálpar þátttakendum að lesa og skilja listaverk. Verk á yfirstandandi sýningum safnsins verða skoðuð og stuðst verður við kennsluefni Listasafns Íslands, m.a. Sjónarafl. Námskeiðið byggir á virkri þátttöku og umræðu um myndlist.

Kennarar eru Dorothée Kirch og Ragnheiður Vignisdóttir

Námskeiðið hentar öllum áhugasömum um sögu og myndlist.

Hvar:
Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík

Hvenær:
Fimmtudaginn 4. september kl. 17:15–19:00
Fimmtudaginn 11. september kl. 17:15–19:00

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDIxMDg=

Verð:
35.000 kr

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Nánari upplýsingar: info@listasafn.is

Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir

Eftirlíkingar listaverka og ýmiss konar falsanir hafa þekkst frá fornu fari og enn koma upp fölsunarmál víða um lönd þar sem mikið kann að liggja undir. Í mörgum söfnum leynast vafasöm verk sem hafa ratað þar inn með margvíslegum hætti og á það einnig við um Listasafn Íslands. Fölsuð verk sem eru í fórum safnsins hafa borist því á ýmsan máta en öll tengjast þau hinu svonefnda stóra málverkafölsunarmáli sem hófst á síðasta tug 20. aldar.

Með sýningunni Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir  vill Listasafn Íslands stuðla að vitundarvakningu varðandi listaverkafalsanir hér á landi og kynna rannsóknaraðferðir sem varpa ljósi á uppruna verka.

Á námskeiðinu Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir miðla sérfræðingar safnsins þekkingu sinni til þátttakenda þannig að þekking þeirra dýpki til muna á viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðið byggir á sögulegum staðreyndum sem og raundæmum úr safneign Listasafns Íslands.

Kennarnar eru Dagný Heiðdal, Nathalie Jacqueminet, Ólafur Ingi Jónsson, Sigurður Gunnarsson og Steinunn Harðardóttir.

Hvar:
Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík

Hvenær:
Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17:15 – 19:00
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:15 – 19:00
Miðvikudaginn 3. september kl. 17:15 – 19:00

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/frirvk/listasafn/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDIxMDU=?

Verð:
53.000 kr.

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.

Nánari upplýsingar: info@listasafn.is

Námskeið með Claire Bown hjá Thinking Museum

Listasafn Einars Jónssonar og Listasafn Íslands bjóða upp á spennandi námskeið fyrir safnkennara með Claire Bown, eiganda Thinking Museum í Amsterdam og höfundi bókarinnar The Art Engager: Reimagining guided experiences in museum. Áherslur námskeiðsins snúast um leiðir til að virkja safngesti til þátttöku í safnheimsókn sem er jafnframt er þema bókarinnar. Námskeiðið hentar fræðslufólki alls konar safna, ekki aðeins listasafna, og fer fram á ensku.

Ekki missa af frábæru tækifæri til að læra af Claire Bown, einum öflugasta safnkennar síðari tíma.

Námskeiðið er styrkt af Safnasjóði og skipulagt af Listasafni Einars Jónssonar í samstarfi við Listasafn Íslands.

Facebook viðburður: (20+) Námskeið með Claire Bown hjá Thinking Museum | Facebook

HVENÆR?
fimmtudaginn 5. júní frá kl. 10-16 (með hádegis- og kaffihléum)

HVAR?
Í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í Listasafni Einars Jónssonar í lok dags.

FYRIRKOMULAG:
Frítt fyrir safnkennara og aðra áhugasama um safnfræðslu. Ath. Skráning er nauðsynleg því plássið er takmarkað. Skráning fer fram í gegnum lej@lej.is – fyrstur kemur fyrstur fær.

Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir

Listaverkafalsanir eiga sér langa sögu en iðulega er markmið falsara að blekkja kaupendur í hagnaðarskyni.
Námskeiðið byggir á sögulegum staðreyndum sem og raundæmum úr safneign Listasafns Íslands þar sem sérfræðingar safnsins miðla þekkingu sinni til þátttakenda þannig að þekking þeirra dýpki til muna á viðfangsefni námskeiðsins.

Nánar hér

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17