Listasafnið
Yfirstandandi sýningar í Listasafninu við Fríkirkjuveg.
Hringrás
8.6.2024 — 22.9.2024
Járn, hör, kol og kalk: Ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur
13.4.2024 — 15.9.2024
Margpóla
13.4.2024 — 15.9.2024
Fjölbreyttar sérsýningar, íslenskar og alþjóðlegar í fjórum ólíkum sölum.
Á döfinni
Síðdegi á safninu
Dagskrá sem ætluð er listunnendum og áhugafólki um myndlist.
Sérfræðingar safnsins veita innsýn í ákveðna þætti úr listasögunni í fallegu umhverfi listasafnsins. Innifalið í verði er bók sem tengist viðfangsefninu hverju sinni, léttar veigar ogárskort+1 sem gildir í safnhús Listasafns Íslands.
Staðsetning: Fríkirkjuvegur 7
Óskað er eftir skráningu á viðburðina í gegnum mennt@listasafn.is, hámarksfjöldi er 20 manns á hverjum viðburði.
Verð: 9.800 kr. staðgreitt.
Hugsun um teikninguna – teikningar Kjarvals
Fjallað verður um teikningar Kjarvals sem nýlega voru á sýningunni Hugsun um teikninguna í Listasafni Íslands.
Dregin verða fram nokkur lykilverk sem gestum gefst tækifæri til að skoða. Verkin tilheyra listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar en þar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka fyrir sýninguna var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd voru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmiss konar undirlag. Teikningin er samofin öllu höfundarverki Kjarvals og er raunar miðlæg í tjáningu hans og þeirri skapandi hugsun og könnun á veruleika og hugarheimum sem í henni er fólgin.
fim
12. sept
17:00—19:00
Hringrás
Leiðsögn sérfræðings um verkið Hringrás eftir Tuma Magnússon. Í verkinu koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem Tumi hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hann skeytir saman ólík fyrirbæri, togar í sundur, snýr upp á, vinnur með ólíkan hraða og leggur að jöfnu eitthvað örsmátt og annað gríðarstórt.
Gæðastundir
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri, 67+. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.
mið
18. sept
14:00—15:00
Síðdegi á safninu
Dagskrá sem ætluð er listunnendum og áhugafólki um myndlist.
Sérfræðingar safnsins veita innsýn í ákveðna þætti úr listasögunni í fallegu umhverfi listasafnsins. Innifalið í verði er bók sem tengist viðfangsefninu hverju sinni, léttar veigar ogárskort+1 sem gildir í safnhús Listasafns Íslands.
Staðsetning: Fríkirkjuvegur 7
Óskað er eftir skráningu á viðburðina í gegnum mennt@listasafn.is, hámarksfjöldi er 20 manns á hverjum viðburði.
Verð: 9.800 kr. staðgreitt.
Hugsun um teikninguna – teikningar Kjarvals
Fjallað verður um teikningar Kjarvals sem nýlega voru á sýningunni Hugsun um teikninguna í Listasafni Íslands.
Dregin verða fram nokkur lykilverk sem gestum gefst tækifæri til að skoða. Verkin tilheyra listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar en þar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka fyrir sýninguna var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd voru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmiss konar undirlag. Teikningin er samofin öllu höfundarverki Kjarvals og er raunar miðlæg í tjáningu hans og þeirri skapandi hugsun og könnun á veruleika og hugarheimum sem í henni er fólgin.
fim
19. sept
17:00—19:00
Listasafnið er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Gengið er inn frá Fríkirkjuvegi og Skálholtsstígs.