Kennaraklúbbur Listasafns Íslands

Kennaraklúbbur Listasafns Íslands hefur göngu sína

Kennarar allra skólastiga og allra skóla fá tækifæri til að hittast reglulega á Listasafni Íslands og kanna hvernig hægt er að nýta safnið og fjársjóði þess sem efnivið í kennslu og safnhúsin þrjú sem námsvettvang.  Kennarar gegna lykilstöðu í menntun barna, ungmenna og annarra og þess vegna finnst okkur mikilvægt að setja af stað skemmtilegan og fræðandi klúbb þar sem fræðsludeild safnsins getur verið í virku samtali við kennara. Við stefnum á að kynna útgáfur og halda viðburði sem henta kennurum allra námsgreina og um leið opna fyrir virka hlustun á þörfum skólakerfisins innan frá. Öll sem kenna, hafa kennt eða hafa áhuga á kennslumálum eru velkomin í klúbbinn!

Hægt er að skrá sig í klúbbinn með nafni og netfangi á mennt@listasafn.is

Dagskrá haustannar 2025

Örnámskeið
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi


Dagsetningar:

19. ágúst kl. 10 – 12
Fjarnámskeið á netinu
19. ágúst kl. 14 – 16
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu
3. nóvember kl. 14 –16
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun. Á námskeiðinu fá kennarar kynningu og þjálfun í aðferðum myndlæsis þar sem unnið er markvisst með umræðu- og spurnaraðferð.
Myndlæsisþjálfunin fer fram með því að styðjast við valin verk úr safneign Listasafns Íslands og er fræðsluefnið sjálft unnið sérstaklega með kennara í huga.

Námskeiðsgjald er 4.700 kr. og innifalin í því er kennslubókin Sjónarafl. Greitt er á staðnum.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og skráning er því nauðsynleg í gegnum netfangið mennt@listasafn.is

Ár jökulsins!
Námskeið í Safnahúsinu
20. ágúst kl. 13 – 15
10. september kl. 14 – 16


Fræðsluerindi, kynning á fræðsluefninu Ísabroti og listasmiðjur þar sem unnið verður með jöklaverk í tengslum við Ísabrot sem nýta má í kennslu.
Verð: 5000 kr. – Bókin fylgir og efni á staðnum

Leiðsögn um sýninguna Steina: Tímaflakk

15. október kl. 15 – 16:30
Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Steina: Tímaflakk á Fríkirkjuvegi 7.

Götuhorn og jólaglögg
4. desember kl. 15  –16:30


Listaverk í Safnahúsinu verða skoðuð með augum þekktra rithöfunda og ljóðskálda, sem unnu texta í bókina Götuhorn sem kom út í apríl 2025 hjá Listasafni Íslands.
Bókin miðlar skáldtextum þar sem höfundar sóttu sér innblástur til valdra listaverka.
Áhersla verður lögð á möguleika þverfaglegrar kennslu og hvernig nýta megi safnið sem námsvettvang og uppsprettu nýrra hugmynda.
Boðið verður upp á jólaglögg og dagskrá Kennaraklúbbsins að vori kynnt.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17