Vasulka-stofa

Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi.

Með stofnun Vasulka-stofu beinir Listasafn Íslands athyglinni að varðveislu raf- og stafrænnar myndlistar. Sem höfuðsafn á sviði myndlistar gegnir Listasafn Íslands lykilhlutverki í varðveislu íslenskrar myndlistar og á það ekki síður við vídeóverk og raflist en þá list sem unnin er með hefðbundnari tækni. Vasulka-stofa er stofnuð í samstarfi við Steinu og Woody Vasulka og hafa þau gefið safninu stóran hluta úr gagnasafni sínu.

Vasulka-stofa er stofnuð í samstarfi við Steinu og Woody Vasulka og hafa þau gefið safninu stóran hluta úr gagnasafni sínu.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)