

Viðburðir


Teiknað á safninu
Teiknismiðja fyrir fullorðna þar sem verkin á sýningum safnsins veita innblástur. Þátttakendur eru hvattir til að koma með sín eigin teikniáhöld og skissubækur en einnig verður efni í boði á staðnum. Smiðjan hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum.
Leiðbeinandi: Anna Cynthia Leplar
fim
28. sept
20:00—22:00


16. og 30. september kl. 14 – 16
Hvað leynist í moldinni?
Búum til okkar eigin furðuveru þar sem töfrar lífríkisins veita innblástur. Skoðum saman listaverk á sýningunni Viðnám sem tengjast jarðveginum og lífræðilegum fjölbreytileika. Umsjón með smiðju: Ingibjörg Hannesdóttir / Sigríður Melrós Ólafsdóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
lau
30. sept
14:00—16:00


Tónleikur í Glerregni
Davíð Þór Jónsson, Una Sveinbjarnadóttir og Skúli Sverrisson koma fram á stuttum einleikstónleikum þar sem þau skapa verk út frá upplifunum sínum af Glerregni Rúrí sem nú er til sýnis í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Verkin munu endurspeglaþau hughrif sem tónskáldin nema í tengslum við Glerregnið og eru rauntímatónsmíðar. Davíð Þór mun leika á slaghörpu í sinni sköpun, Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og Skúli Sverrisson á kassabassagítar.
Davíð Þór Jónsson
16. september kl. 16
Davíð Þór er einstaklega fjölhæfur tónlistarmaður, hefur samið verðlaunatónlist fyrir kvikmyndir, leikrit og dansverk, stjórnað hljómsveitum og starfað með fjölbreyttum hópi listamanna, meðal annars hefur hann unnið náið með Ragnari Kjartanssyni. Á síðust árum hefur hann lagt áherslu á rauntímatónsmíðar.
Una Sveinbjarnardóttir
23. september kl. 16
Una Sveinbjarnardóttir er einn virtasti fiðluleikari landsins. Hún hefur leitt Kammersveit Reykjavíkur og leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt því að leika með ýmsum öðrum tónleikahópum erlendis og innanlands. Þá hefur Una samið og gefið út eigin tónlist og unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna, meðal annars Björk, Rammstein og Bonnie Prince Billy.
Skúli Sverrisson
30. september kl. 16
Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með fjölbreytilegum hópi tónlistarmanna á borð Eyvind Kang, Laurie Andersson, Blonde Readhead, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, David Sylvian, Megasi, Jóhanni Jóhannssyni og Hildi Guðnadóttur. Skúli er einn af stofnendum tónlistarhússins Mengis og listrænn stjórnandi þess.
lau
30. sept
16:00—17:00


Myndverk með villtum blómum
Listasmiðja þar sem unnið er með villt blóm og falleg myndverk unnin úr þeim með skapandi aðferðum. Verk eftir Eggert Pétursson á sýningunni Nokkur nýleg verk verður skoðað þar sem flóra landsins kemur við sögu.
Umsjón með smiðju: Guðrún Gísladóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
lau
7. okt
14:00—16:00


Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!
Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is
Takmarkaður fjöldi.
sun
8. okt
14:00—15:00


Klippimyndir, klippiskúlptúr
Með pappír og skæri göngum við varlega um sýninguna og grípum form úr ólíkum verkum; hestur hér, fjall þar, abstrakt form, hendi, planta, himinn. Klippum út formin fríhendis á gólfinu fyrir framan valin verk og söfnum í umslag. Formin finna sér svo stað í nýjum verkum, í klippimynd eða klippiskúlptúr.
Umsjón með smiðju: Ragnheiður Gestsdóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
lau
14. okt
14:00—16:00


Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra
Leiðsögn um sýninguna Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins.
Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi. Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptura og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga. Á sýningunni býður Egill óendalegum fjölda vina velkomna í samverustund í leikherbergi listarinnar.
Sýningarstjóri: Arnbjörg María Danielsen
sun
15. okt
14:00—15:00


Hugsun um teikninguna
Leiðsögn sérfræðings um sýninguna Hugsun um teikninguna.
Í listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka á sýningunni – sem spannar allan feril listamannsins og helstu viðfangsefni hans, mannamyndir, landslags- og náttúrutengd verk og fantasíur – var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd eru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmis konar undirlag.
Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands.
Bakkelsið er í boði Brauðs og Co. sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.
mið
18. okt
14:00—15:00


Myndverk með villtum blómum
Listasmiðja þar sem unnið er með villt blóm og falleg myndverk unnin úr þeim með skapandi aðferðum. Verk eftir Eggert Pétursson á sýningunni Nokkur nýleg verk verður skoðað þar sem flóra landsins kemur við sögu.
Umsjón með smiðju: Guðrún Gísladóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
lau
21. okt
14:00—16:00


Nokkur nýleg verk
Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Nokkur nýleg verk. Á sýningunni má sjá úrval verka sem keypt hafa verið af innkaupanefnd Listasafns Íslands eða safnið hefur fengið að gjöf á undanförnum fjórum árum. Sýningin endurspeglar margbreytileika framúrskarandi íslenskrar samtímalistar. Nokkur nýleg verk hafa verið valin saman þar sem íslenskt landslag er leiðarstef í verkum listamanna ólíkra kynslóða og eru þau unnin í ýmsa miðla.
Sýningarstjórar: Anna Jóhannsdóttir og Vigdís Rún Jónsdóttir
fim
26. okt
20:00—21:00