

Viðburðir


Sunnudagsleiðsögn um Listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur er við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til varanlegrar vörslu. Safnið telur um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Sett verður upp verkstæði og lifandi sýning í safninu þar sem almenningi
sun
16. apríl
14:00—15:00


Nemendur úr Fellaskóla, Laugarnesskóla, Langholtsskóla, Austurbæjarskóla, Vogaskóla og Waldorfsskólans Sólstafa sýna verk sem tengjast inntaki sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkin tengjast þemu sýningarinnar; hafinu, líffræðilegum fjölbreytileika, fjöllum, himinhvolfinu og ævintýrum. Skólarnir sem taka þátt í sýningunni eru allir þátttökuskólar í vekefninu LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) þar sem áhersla er lögð á samtal náttúruvísinda og lista. Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið við Hverfisgötu á Barnamenningarhátíð.
mið
19. apríl — 23. apríl
10:00—17:00


Leiðsögn um listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til varanlegrar vörslu. Í safninu eru um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Sett verður upp verkstæði og lifandi sýning í safninu þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með vinnu skráningarteymis safnsins og líta verkin augum.
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
mið
19. apríl
14—15


Hani, krummi, þorskur, svín!
Listasmiðja á Barnamenningarhátíð þar sem dýrin í íslenskri náttúru koma við sögu.
Við finnum okkar uppáhaldsdýr og búum það til með skapandi aðferðum. Skoðuð verða verk úr safneign Listasafns Íslands þar sem dýr koma við sögu, sérstaklega þorskurinn.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Umsjón með smiðju: Elva Hreiðarsdóttir
Staðsetning smiðju: Fríkirkjuvegur 7
lau
22. apríl
14—16


Barnamenningarhátíð - Nýjasta tækni og list!
Myndlistarmennirnir Halldór Eldjárn og Þorsteinn Eyfjörð bjóða ykkur að skoða með sér hvernig tækni getur nýst okkur í listsköpun með forvitni og leikgleði að leiðarljósi.
Skoðum ýmsar aðferðir við að tengja vitlaust, fara beint á ská og fagna mistökum!
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Umsjón með smiðju: Þorsteinn Eyfjörð og Halldór Eldjárn
Staðsetning smiðju: Safnahúsið við Hverfisgötu
lau
22. apríl
14:00—16:00


Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!
Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is. Takmarkaður fjöldi.
Þann 30. apríl kl. 14 mun Karina Hanney listfræðingur taka á móti gestum í Safnahúsið við Hverfisgötu.
Karina Hanney Marrero er listfræðingur og listrænn verkefnastjóri. Hún lauk mastersnámi í samtímalistfræði við Goldsmiths háskólan í London árið 2014. Á undanförnum árum hefur hún komið að sýningarverkefnum og skrifum í Reykjavík, London og Winnipeg. Rannsóknarsvið Karinu snýr að jaðarkimum sögunnar, og samfélagslegum og pólitískum birtingarmyndum valds í nútímasamfélagi.
sun
30. apríl
14:00—15:00


Hvernig er veðrið?
Hugsum um síbreytilega veðrið og könnum hvernig ljósið býr til liti með alls konar listrænum tilraunum! Skoðum einnig verkið Glerregn eftir Rúrí.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Staðsetning: Fríkirkjuvegur 7
Umsjón með smiðju: Ariana Katrín
lau
6. maí
14—16


Líffræðileg fjölbreytni
Listasmiðja þar sem unnið er með villt blóm og falleg myndverk unnin úr þeim. Einnig verða listaverkin á sýningunni Viðnám skoðuð þar sem flóra landsins kemur við sögu.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Umsjón með smiðju: Guðrún Gísladóttir
Staðsetning smiðju: Safnahúsið við Hverfisgötu
lau
13. maí
14:00—16:00


Sjónarafl - Vilt þú læra myndlæsi?
Þann 14. maí kl. 14 mun Margrét Áskelsdóttir listfræðingur taka á móti gestum í Safnahúsið við Hverfisgötu.
Listasafn Íslands og Listfræðafélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.
Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!
Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið mennt@listasafn.is
Aðgangseyrir á safnið gildir
Margrét Áskelsdóttir (f. 1984) er starfandi ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði myndlistar. Hún sinnir ráðgjafastörfum við Listaverkaeign Seðlabanka Íslands og er auk þess formaður Listaklúbbs Seðlabankans. Margrét situr í stjórn Listfræðafélags Íslands og Myndlistarmiðstöðvar. Hún hefur setið í stjórnum og nefndum m.a. hjá Myndlistarsjóði, Nýlistasafninu og Sequences. Margrét hefur komið að fjölmörgum sýningarverkefnum og útgáfum um myndlist og menningu, innan lands sem utan. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri BERG Contemporary og útgáfustjóri Crymogea bókaútgáfu. Hún var dansgagnrýnandi Morgunblaðsins auk þess sem hún sinnti dómnefndarstörfum, sat í ráðum og nefndum á sviði danslistar um árabil. Margrét hefur lokið prófi í listfræði, fjölmiðlafræði og frumkvöðlafræði.
sun
14. maí
14:00—15:00


Leiðsögn um listaverkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til varanlegrar vörslu. Í safninu eru um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Sett verður upp verkstæði og lifandi sýning í safninu þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með vinnu skráningarteymis safnsins og líta verkin augum.
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
mið
17. maí
14—15