Viðburðir
Blámi
Listasmiðja þar sem við söfnum bláum litum úr ýmsum verkum sem er að finna í Safnahúsinu og málum bláa litatóna saman. Himinninn og hafið, fjöllin og fjarlægðin sem gerir fjöllin blá og mennina mikla – hvaða tilfinningar tengjum við þennan alltumlykjandi lit?
lau
14. sept
14:00—16:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
10. september – 3. desember 2024
Tími þriðjudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 7 – 9 ára (börn fædd 2015 – 2017)
Verð: 53.000 kr.
20% systkinaafsláttur
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 10 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is er hafin
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
þri
17. sept
15:00—16:30
Hringrás
Leiðsögn sérfræðings um verkið Hringrás eftir Tuma Magnússon. Í verkinu koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem Tumi hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hann skeytir saman ólík fyrirbæri, togar í sundur, snýr upp á, vinnur með ólíkan hraða og leggur að jöfnu eitthvað örsmátt og annað gríðarstórt.
Gæðastundir
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri, 67+. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.
mið
18. sept
14:00—15:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
12. september – 5. desember 2024
Tími fimmtudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 10 – 12 ára (börn fædd 2012 – 2014)
Verð: 53.000 kr.
20% systkinaafsláttur
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 10 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is er hafin
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
fim
19. sept
15:00—16:30
Síðdegi á safninu
Dagskrá sem ætluð er listunnendum og áhugafólki um myndlist.
Sérfræðingar safnsins veita innsýn í ákveðna þætti úr listasögunni í fallegu umhverfi listasafnsins. Innifalið í verði er bók sem tengist viðfangsefninu hverju sinni, léttar veigar ogárskort+1 sem gildir í safnhús Listasafns Íslands.
Staðsetning: Fríkirkjuvegur 7
Óskað er eftir skráningu á viðburðina í gegnum mennt@listasafn.is, hámarksfjöldi er 20 manns á hverjum viðburði.
Verð: 9.800 kr. staðgreitt.
Hugsun um teikninguna – teikningar Kjarvals
Fjallað verður um teikningar Kjarvals sem nýlega voru á sýningunni Hugsun um teikninguna í Listasafni Íslands.
Dregin verða fram nokkur lykilverk sem gestum gefst tækifæri til að skoða. Verkin tilheyra listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar en þar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka fyrir sýninguna var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd voru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmiss konar undirlag. Teikningin er samofin öllu höfundarverki Kjarvals og er raunar miðlæg í tjáningu hans og þeirri skapandi hugsun og könnun á veruleika og hugarheimum sem í henni er fólgin.
fim
19. sept
17:00—19:00
Frussandi Fossar
Skapandi aðferðir við vatnslitun í tengslum við Hringrás, sýningu Tuma Magnússonar. Við sjáum hvernig vatnslitir bregðast við salti og málum með sápukúlum, til að herma eftir vatnsfroðu sem gjarnan myndast í frussandi fossum og seytlandi lækjum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.
lau
21. sept
14:00—16:00
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
10. september – 3. desember 2024
Tími þriðjudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 7 – 9 ára (börn fædd 2015 – 2017)
Verð: 53.000 kr.
20% systkinaafsláttur
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 10 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is er hafin
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
þri
24. sept
15:00—16:30
Listasafn Íslands býður upp á skapandi og spennandi myndlistarnámskeið fyrir börn í nýja
listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem
listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo
tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem
kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður
haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Mælst er til þess að börn mæti í fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
12. september – 5. desember 2024
Tími fimmtudagar milli kl. 15 – 16:30
Aldur 10 – 12 ára (börn fædd 2012 – 2014)
Verð: 53.000 kr.
20% systkinaafsláttur
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 10 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is er hafin
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Kennari: Marta María Jónsdóttir, myndlistarmaður og sérfræðingur hjá Listasafni Íslands
fim
26. sept
15:00—16:30
Teiknað á safninu á fimmtudaginn langa
Teiknismiðja fyrir fullorðna í Safnahúsinu við Hverfsgötu þar sem verkin á sýningum safnsins veita innblástur.
Þátttakendur eru hvattir til að koma með sín eigin teikniáhöld og skissubækur en einnig verður efni í boði á staðnum. Smiðjan hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum.
Leiðbeinandi: Anna Cynthia Leplar
Aðgangseyrir á safnið gildir.
Safnahúsið er opið til kl. 22 á Fimmtudaginn langa
fim
26. sept
19:30—19:30
Blámi
Listasmiðja þar sem við söfnum bláum litum úr ýmsum verkum sem er að finna í Safnahúsinu og málum bláa litatóna saman. Himinninn og hafið, fjöllin og fjarlægðin sem gerir fjöllin blá og mennina mikla – hvaða tilfinningar tengjum við þennan alltumlykjandi lit?
lau
28. sept
14:00—16:00