Krakkablúbburinn Krummi

Krakkaklúbburinn Krummi

lau

2. nóv

14:0016:00

lau

16. nóv

14:0016:00

Listasafnið
Krummi

Stórafmæli

Í tilefni 140 ára afmælis Listasafns Íslands verður farið í leiðangur um afmælissýningu safnsins þar sem ólíkar stefnur og stílar koma við sögu. Verk og listamenn sýningarinnar veita okkur innblástur í skemmtilegri og skapandi listasmiðju á Töfraverkstæðinu.  


Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.

Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17