FRÆÐSLU- OG VIÐBURÐADAGSKRÁ


Dagskrá

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI 10.11.2018 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands 24.11.2018 14:00 - 16:00 Listasafn Íslands

SKRIFAÐ Á SKINN MEÐ FJÖÐURSTAF OG JURTABLEKI

Fræðsla um handverkið sem býr að baki gerð miðaldahandrita. Börnin fá að spreyta sig við skriftir með tilskornum fjaðrapenna og heimalöguðu jurta- og krækiberjableki á bókfell (sérverkað kálfskinn). Ritsmíðarnar taka börnin með sér heim við verklok.

Lesa meira
 
Gæðastundir lógó

GÆÐASTUNDIR Í LISTASAFNI ÍSLANDS 16.11.2018 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

HVAÐ ER SVO GLATT SEM GÓÐRA VINA FUNDUR

Dagur íslenskrar tungu. Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Véfréttir - Karl Einarsson Dunganon. 

Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum (+60). Viðburðirnir sem haldnir eru mánaðarlega, skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti frá Brauði og Co á gæðastundum í Listasafni Íslands.

Lesa meira
 

LÍFSBLÓMIÐ - LEIÐSÖGN UM MYNDLISTINA Á SÝNINGUNNI 18.11.2018 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 mun Dagný Heiðdal, deildarstjóri listaverkadeildar í Listasafni Íslands leiða gesti um sýninguna þar sem hún mun leggja sérstaka áherslu á myndlistina á sýningunni.

Lesa meira
 
Dunganon Véfrétt

SUNNUDAGSLEIÐSÖGN SÝNINGARSTJÓRA UM VÉFRÉTTIR - KARL EINARSSON DUNGANON 2.12.2018 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

Sunnudagsleiðsögn í umsjá Hörpu Björnsdóttur, sýningarstjóra um sýninguna Véfréttir - Karl Einarsson Dunganon þann 2. desember kl. 14. 

Lesa meira
 
Ásgrímssafn

KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI 8.12.2018 14:00 - 16:00 Safn Ásgríms Jónssonar

BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN - jólakortagerð

Það er fátt jafn fallegt og heimagerð jólakort!
Verið velkomin í jólakortagerð í Safni Ásgríms Jónssonar. 

Lesa meira
 
Gæðastundir lógó

GÆÐASTUNDIR Í LISTASAFNI ÍSLANDS 13.12.2018 - 13.12.2019 14:00 - 15:00 Listasafn Íslands

JÓLIN KOMA

Gæðastundir í Listasafni Íslands eru leiðsagnir og viðburðir í Listasafni Íslands. Dagskráin er ætluð eldri borgurum (+60). Viðburðirnir sem haldnir eru mánaðarlega, skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt, bæði á fræðilegum forsendum og með óformlegum hætti, í safninu sjálfu og utan þess.

Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti frá Brauði og Co á gæðastundum í Listasafni Íslands.

Lesa meira